Örn og Örlygur
(Endurbeint frá Bókaútgáfan Örn og Örlygur)
Örn og Örlygur hf. var íslensk bókaútgáfa sem var stofnuð árið 1966 af Örlygi Hálfdanarsyni og Erni Maríussyni sem áður höfðu fengist við útgáfu Ferðahandbókarinnar í tvö ár.
Útgáfan markaði sér sérstöðu með útgáfu stórra myndskreyttra handbóka og ritraða um almennt efni í stóru bandi prentaðar á vandaðan pappír. Árið 1990 kom út hjá forlaginu Íslenska alfræðiorðabókin A–Ö sem þótti tímamótaverk á íslenskum bókamarkaði. Útgáfa Alfræðibókarinnar var forlaginu þung í skauti og árið 1994 fór það í greiðslustöðvun.[1] Útgáfa hélt áfram á vegum Bókaklúbba Arnar og Örlygs sem síðar nefndist Íslenska bókaútgáfan til 2003.
Heimildir
breyta- ↑ „Örn og Örlygur í greiðslustöðvun“, DV, 9. apríl 1994, s. 2. (Tímarit.is)