Ölkelda (uppspretta)
Ölkelda (úr öl + kelda sem þýðir í fornnorsku „uppspretta“ eða „lind“) er uppspretta vatns sem inniheldur koltvísýring, en hann á uppruna sinn í storknandi kviku í iðrum Jarðar.
Eftir staðsetningu
breytaÖlkeldur finnast um allan heim, og eru þær sumar heilsulindir.[1]
Á Íslandi
breytaFlestar íslenskar ölkeldur er að finna á Snæfellsnesi, en einnig eru ölkeldur á Ölkelduhálsi í Hengli og við Leirá í Borgarfirði.
Í ritverkum
breytaMinnst er á ölkeldur á Snæfellsnesi í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem var gefin út árið 1772 og er þeim lýst sem:
...uppsprettur sem eru auðugar af málmsöltum og með bragðmiklu vatni. | ||
Er þar líka sagt að ölkeldur bæti Snæfellsnesi það að hafa ekki heitt vatn. Reyndu þeir að flytja smá ölkelduvatn með sér til Kaupmannahafnar, en það skemmdist á leiðinni.
Heimildir
breyta- ↑ Blaðsíða 13 í Sigurður Þórarinsson (1978). Hverir og laugar, ölkeldur og kaldavermsl. Náttúruverndarráð.