Öl er samheiti yfir drykki, sem framleiddir eru í ölgerð, ýmist áfenga drykki eins og bjór, eða lítið áfenga eins og léttöl og maltöl. Dæmi eru um að óáfengir sykurdrykkir eins og kók, límónaði og aðrir gosdrykkir séu kallaðir öl, en framleiðsluaðferðin er önnur og er það því villandi.