Samfelldni

(Endurbeint frá Ósamfelldni)

Samfelldni er mikilvægt hugtak í örsmæðareikningi og grannfræði. Lýsa má samfelldni falls (losaralega) þannig að fallið sé samfellt ef að hvergi finnast ,,göt" á því, þ.a. að hver punktur ,,taki við" af öðrum, þ.e. fall f er samfellt í punkti y ef það er skilgreint í y og tölugildið |f(y) - f(x)| nálgist núll, þegar punkturinn x "stefni á" y. Annars er fallið sagt ósamfellt.

Örsmæðareikningur

Undirstöðusetning
Markgildi
Samfelldni
Vigurgreining
Þinreikningur
Meðalgildissetningin

Deildun (diffrun)

Margfeldisreglan
Brotareglan
Keðjureglan
Fólgið fall
Setning Taylors
Listi yfir afleiður

Heildun (tegrun)

Listi yfir heildi
Óeiginlegt heildi
Hlutheildun
Hringheildun
Heildun snúða
Innsetningaraðferðin
Innsetning hornafalla
Heildun ræðra falla

Samfelldni raungilds falls

breyta

Raungilt fall  , sem skilgreint er á hlutmengi rauntalnanna, er sagt samfellt ef það hefur markgildi fyrir einhvern punkt y í iðri formengisins X og að markgildið   sé til og jafnt fallgildinu í y, þ.e.

 .

Samfelldni í grannrúmi

breyta

Fyrir almennt grannrúm gildir að fall   er samfellt þegar fyrir sérhvert opið mengi   gildir að   er opið í X. Segja má að f sé samfellt í punkti x ef um sérhverja grennd V um f(x) er til grennd U um x, þ.a.  .

Samfelldni í firðrúmi

breyta

Ef  eru firðrúm er fallið   sagt samfellt í x ef að fyrir öll ε > 0 er til δ > 0 þ.a.  .

Fyrir venjulegu firðina d(x,y) = |x - y| á rauntalnaásnum er skilgreiningin jafngild sígildri " " skilgreiningu á samfelldni, sem sett er fram með eftirfarandi hætti:

 

   Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.