Bryntröll er fornt vopn, líklegt er talið að það hafi verið sérstök gerð af spjóti með svo breiðu og þungu blaði að það mátti einnig nota til að höggva með. Í Grágás er bryntröll talið upp með vopnum sem ekki mátti bera í kirkjur og eigi setja við kirkjubrjóst eða -veggi.