Ólafsvík er byggðakjarni á utanverðu Snæfellsnesi í sveitarfélaginu Snæfellsbæ. 976 manns bjuggu í Ólafsvík árið 2015.

Loftmynd.
Pakkhúsið (1844)

Ólafsvík var upphaflega í Neshreppi, síðan í Neshreppi innan Ennis eftir að Neshreppi var skipt í tvennt. Þeim hreppi var svo aftur skipt í tvennt árið 1911 og varð þá Ólafsvíkurhreppur til, sem og Fróðárhreppur þar austur af. Ólafsvík var fyrsti bærinn á íslandi að fá Kaupstaðaréttindi frá danakonungi árið 1687 14. apríl. Þann 1. apríl 1990 sameinaðist Fróðárhreppur Ólafsvík á ný, að þessu sinni undir merkjum kaupstaðarins.

Hinn 11. júní 1994 sameinaðist Ólafsvíkurkaupstaður Neshreppi utan Ennis, Breiðuvíkurhreppi og Staðarsveit undir nafninu Snæfellsbær.

Bæjarbúar byggja afkomu sína á sjávarútvegi og í auknum mæli á ferðaþjónustu.

Tenglar

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.