Óháðir bændur
Óháðir bændur var íslensk stjórnmálahreyfing sem klofnaði frá Bændaflokknum árið 1915. Óháðir bændur buðu fram í tvennum kosningum á árinu 1916 en stóðu í kjölfarið að stofnun Framsóknarflokksins
Saga
breytaGestur Einarsson bóndi á Hæli í Gnúpverjahreppi var aðalhvatamaðurinn að stofnun Óháðra bænda. Hann var náinn samstarfsmaður og vopnabróðir Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem einn helsti forsvarsmaður ungmennafélagshreyfingarinnar. Þeir Gestur og Jónas álitu báðir brýnt að endurskipuleggja stjórnmálalíf landsmanna með nýju flokkakerfi. Skyldi stjórnmálahreyfing bænda byggja á samvinnuhugsjóninni. Málgögn flokksins voru Suðurland, sem Gestur á Hæli gaf út og Íslendingur á Akureyri.
Óháðir bændur voru öflugastir á Suðurlandi og var framboðslisti þeirra fyrir landskjörið 1916 samþykktur á fundi að Þjórsártúni. Sigurður Jónsson í Ystafelli leiddi listann og náði hann kjöri með um fimmtungi atkvæða. Í Alþingiskosningunum sama ár tefldu Óháðir bændur fram þremur frambjóðendum og náði einn þeirra kjöri, Sveinn Ólafsson í Firði sem settist á þing fyrir Suður-Múlasýslu. Gengu þeir báðir til liðs við Framsóknarflokkinn þegar hann var stofnaður síðla árs 1916.
Tilvísanir og heimildir
breyta- Einar Laxness (1998, 2.útg.). Íslandssaga a-ö. Vaka-Helgafell. ISBN 9979-2-0294-7.