Tvísöngur
afbrigði af tveggja radda söng
(Endurbeint frá Íslenskur tvísöngur)
Tvísöngur eða fimmundasöngur er séríslenskt afbrigði af tveggja radda söng sem einkennist af því að sungið er í fimmundum og að raddirnar krossast.
Raddirnar skiptast í laglínu og fylgirödd (í nótum kallað vox principalis og vox organalis, eða bassi og tenór). Í þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar er að finna rúmlega 40 tvísöngva og er sá elsti skrifaður niður árið 1473 á Munkaþverá.
Stundum er talað um tvær aðferðir við flutning tvísöngva. Annars vegar er sungið í tvísöng og hins vegar kveðið í tvísöng.
Dæmi um tvísöngva
breytaSungið í tvísöng:
- Ég söng þar út öll jól
- Fönnin úr hlíðinni fór
- Gefðu, að móðurmálið mitt
- Hún er suðr'í hólunum (Grýlukvæði)
- Húmar að mitt hinsta kvöld
- Kláus hákarl margan myrti
- Ljósið kemur langt og mjótt/Halla kerling fetar fljótt
- Man ég þig, mey
- Nú er hann kominn á nýja bæinn
- Ísland farsældar frón
- Ó mín flaskan fríða
- Séra Magnús
- Skipafregn (Vorið langt)
- Það mælti mín móðir
Kveðið í tvísöng:
- Enginn grætur Íslending
- Farvel Hólar fyrr og síð
- Hér er ekkert hrafnaþing
- Höldum gleði hátt á loft
- Lækurinn
- Yfir kaldan eyðisand
Tengt efni
breytaHeimildir
breyta- Tvísöngur Geymt 9 febrúar 2019 í Wayback Machine á folkmusik.is
- Bjarni Þorsteinsson (1906). „Íslensk þjóðlög“. Carlsbergsjóðurinn.