Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkur

Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkur (áður Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur, þar áður Íþrótta- og tómstundaráð, enn áður Æskulýðsráð) er starfssvið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sem skipuleggur tómstundastarf fyrir börn og unglinga, menningu og íþróttastarf í borginni. Starfsemin er umfangsmikil og nær yfir rekstur allra frístundamiðstöðva, frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Reykjavík, auk Hins hússins og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Að auki rekur Íþrótta- og tómstundaráð fjórar íþróttamiðstöðvar og sjö sundlaugar og ylströndina í Nauthólsvík. Sviðið sér líka um rekstur Borgarsögusafns, Borgarbókasafns og Listasafns Reykjavíkur.

Æskulýðsráð Reykjavíkur var stofnað árið 1956 og sá í fyrstu um rekstur tómstundaheimilis við Lindargötu. Árið 1964 flutti starfsemin í Fríkirkjuveg 11 sem áður hafði verið í eigu Góðtemplarareglunnar.

Sviðið sér líka um Skrekk sem er hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur.

Saltvík

breyta

Sviðið rak aðstöðu fyrir börn og unglinga í Saltvík, á Kjalarnesi. Reykjavíkurborg keypti jörðina 1963 og 1967 var opnað þar útivistarsvæði og aðstaða fyrir börn og unglinga á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur. 1971 var t.d. haldin þar Saltvíkurhátíðin að frumkvæði hljómsveitarinnar Trúbrots og Æskulýðsráðs. Æskulýðsráð rak jörðina fram á miðjan 9. áratuginn þegar hún var leigð undir aðra starfsemi. Jörðin var seld árið 1997 og þar er núna kjötvinnsla.

   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.