Ástralía í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Ástralía hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 6 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 2015. Síðan þá hefur landið náð topp-10 úrslitum í fjögur skipti. Það er annað landið utan Evrasíu til að taka þátt í keppninni, síðan að Marokkó keppti árið 1980. Besta niðurstaða landsins er annað sæti sem Dami Im lenti í árið 2016. Hin topp-10 úrslitin voru með Guy Sebastian í fimmta sæti (2015), Isaiah (2017) og Kate Miller-Heidke (2019) í níunda sæti.
Ástralía | |
---|---|
Sjónvarpsstöð | Special Broadcasting Service (SBS) |
Söngvakeppni | Eurovision – Australia Decides |
Ágrip | |
Þátttaka | 6 (5 úrslit) |
Fyrsta þátttaka | 2015 |
Besta niðurstaða | 2. sæti: 2016 |
Núll stig | Aldrei |
Tenglar | |
Síða SBS | |
Síða Ástralíu á Eurovision.tv |
Þátttaka Ástralíu átti fyrst að vera aðeins í eitt skipti og aðeins aftur ef landið skyldi sigra. Það var seinna staðfest af SVT að landið fengi að keppa aftur í keppninni árið 2016. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og Special Broadcasting Service (SBS) hafa staðfest þátttöku landsins til ársins 2023.[1]
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
breytaÞessi grein þarf að uppfæra. Þú getur hjálpað við að uppfæra þessa grein í samræmi við nýlega atburði eða nýjar upplýsingar. (mars 2024) |
1 | Sigurvegari |
2 | Annað sæti |
Framlag valið en ekki keppt | |
Þátttaka væntanleg |
Ár | Flytjandi | Lag | Tungumál | Úrslit | U.úrslit | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Sæti | Stig | Sæti | Stig | ||||
2015 | Guy Sebastian | Tonight Again | enska | 5 | 196 | Beint í úrslit [a] | |
2016 | Dami Im | Sound of Silence | enska | 2 | 511 | 1 | 330 |
2017 | Isaiah | Don't Come Easy | enska | 9 | 173 | 6 | 160 |
2018 | Jessica Mauboy | We Got Love | enska | 20 | 99 | 4 | 212 |
2019 | Kate Miller-Heidke | Zero Gravity | enska | 9 | 284 | 1 | 261 |
2020 | Montaigne | Don't Break Me | enska | Keppni aflýst [b] | |||
2021[c] | Montaigne | Technicolour | enska | Komst ekki áfram | 14 | 28 | |
2022 | Sheldon Riley [4] | Not the Same | enska | 15 | 125 | 2 | 243 |
2023 | Voyager | Promise | enska | 9 | 151 | 1 | 149 |
2024 | Electric Fields |
Neðanmálsgreinar
breyta- ↑ Stjórnendur keppninnar ákváðu að leyfa Ástralíu að fara beint í úrslit til að ekki minnka líkurnar fyrir önnur lönd sem voru að keppa þetta árið.[2]
- ↑ Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
- ↑ Vegna takmarkanna varðandi ferðalaga í landinu útaf COVID-19 faraldrinum, tók Montaigne þátt með fyrirfram gerðri upptöku af laginu sem var tekin upp í SBS Studios í Sydney, í staðin fyrir að ferðast til Rotterdam þar sem viðburðurinn var haldinn.[3]
Heimildir
breyta- ↑ „Australia secures a spot in Eurovision until 2023“. Aussievision | Eurovision from Down Under (enska). Sótt 12. febrúar 2019.
- ↑ „Australia to compete in the 2015 Eurovision Song Contest“. eurovision.tv. EBU. 10. febrúar 2015. Sótt 18. febrúar 2020.
- ↑ „Australia to compete from home using 'live-on-tape' performance“. Eurovision.tv (enska). 19. apríl 2021. Sótt 20. apríl 2021.
- ↑ „Australia Decides: it's Sheldon Riley to Eurovision! 🇦🇺“. Eurovision.tv. EBU. 26. febrúar 2022. Sótt 28. febrúar 2022.