Serótónín
Serótónín (einnig nefnt 5-hýdroxýtryptamín eða 5-HT) er katekólamíntaugaboðefni, stundum er líka litið á það sem hormón. Það er einna þekktast fyrir hlutverk sitt í vellíðan en hefur í raun margvíslega virkni. Serótónín mótar hugsun og minni og spilar mikilvægt hlutverk í meltingarfærum.[1]
Efnið finnst aðallega í þremur líffærum:
- Í meltingarfærunum, þ.e. maga og smáþörmunum. 90% af serótóníni líkamans er í enterókrómaffínfrumum meltingarkerfisins. Serótónín stýrir þar þarmahreyfingum.
- Í miðtaugakerfinu, þ.e. heilanum.
- Í blóðflögum. Við blóðstorknun losa þær serótónín, það getur þrengt eða víkkað æðar og stýrt jafnvæginu í blóðstorknun.
Myndun serótóníns
breytaSerótónín er að mestum hluta myndað í enterókrómaffínfrumum í meltingarfærum og í taugafrumum miðtaugakerfisins. Þegar enterókrómaffínfrumurnar fyllast af serótónínin er því seytt út í blóðið og blóðstyrkur þess hækkar. Blóðflögur og taugafrumur geta þá tekið serótónín upp úr blóðinu.
Hlutverk serótóníns
breytaHelstu hlutverkin eru m.a.:[2]
- aukin hreyfing meltingarfæra. Enterochromaffin frumur í meltingarfærum umbreyta tryptófani í serótónín. Þegar serótónínstyrkurinn hækkar inni í frumu lekur það út úr henni og verkar serótónín á nærliggjandi viðtaka í þörmunum sem valda ýmist hreyfingu þarmanna eða seytingu á efnum í blóðið eða þarmana sjálfa.
- samdráttur sléttra vöðva, t.d. í berkjum og legi
- bæði samdráttur og slökun æðakerfisins
- sársaukaskyn í úttaugakerfi, þ.e.a.s. í taugum utan heila og mænu
- bæði örvun og hömlun taugafruma í miðtaugakerfi, þ.e. heila og mænu
Viðtakar serótóníns
breytaÞekktir viðtakar serótóníns eru gróflega:
Heiti viðtaka | Staðsetning viðtaka í líkama | Hlutverk viðtaka | Agonisti, þ.e. efni sem virkjar viðtakann | Antagonisti, þ.e. efni sem óvirkjar viðtakann. |
---|---|---|---|---|
5HT1A | Miðtaugakerfi (MTK) | Hegðun, svefn, hitastjórnun líkamans, stress | Búspírón, Clozapine | |
5HT1B | MTK | Herping lungnaæða | Clozapine | |
5HT1D | MTK, blóðæðar | Æðaherping í hvelaheila | Clozapine | |
5HT1E | MTK | Clozapine | ||
5HT1F | MTK, leg, hjarta, meltingarkerfi | Clozapine | ||
5HT2A | MTK, Úttaugakerfi (ÚTK) | Örvun taugafrumna, hegðun, slökun sléttra vöðva, t.d. í þörmum og berkju. Storkun blóðflaga. Bæði herping æða og slökun þeirra | LSD | |
5HT2B | magi | herping magans | LSD, Ergotamín | |
5HT2C | MTK | Uppköst, hegðun (stress) | LSD | |
5HT3 | MTK, ÚTK | |||
5HT4 | meltingarkerfi | Metóklópramíð | ||
5HT5A | MTK | |||
5HT6 | MTK, hvítfrumur | LSD | ||
5HT7 | MTK, meltingarkerfi, blóðæðar | LSD, Búspírón |
Tilvísanir
breyta- ↑ Young SN (nóvember 2007). „How to increase serotonin in the human brain without drugs“. Journal of Psychiatry & Neuroscience. 32 (6): 394–9. PMC 2077351. PMID 18043762.
- ↑ Flower, R.J., Henderson, G, Rang, H.P. og Ritter, J.M. (2016). Rang and Dale's Pharmacology, 8th edition. Elsevier Churchill Livingstone.
Taugaboðefni |
Asetýlkólín • adrenalín • dópamín • GABA • glútamat • histamín • noradrenalín • serótónín |