Serótónín (einnig nefnt 5-hýdroxýtryptamín eða 5-HT) er katekólamíntaugaboðefni, stundum er líka litið á það sem hormón. Það er einna þekktast fyrir hlutverk sitt í vellíðan en hefur í raun margvíslega virkni. Serótónín mótar hugsun og minni og spilar mikilvægt hlutverk í meltingarfærum.[1]

Serótónín hefur einn amínhóp.

Efnið finnst aðallega í þremur líffærum:

  • Í meltingarfærunum, þ.e. maga og smáþörmunum. 90% af serótóníni líkamans er í enterókrómaffínfrumum meltingarkerfisins. Serótónín stýrir þar þarmahreyfingum.
  • Í miðtaugakerfinu, þ.e. heilanum.
  • Í blóðflögum. Við blóðstorknun losa þær serótónín, það getur þrengt eða víkkað æðar og stýrt jafnvæginu í blóðstorknun.

Myndun serótóníns

breyta

Serótónín er að mestum hluta myndað í enterókrómaffínfrumum í meltingarfærum og í taugafrumum miðtaugakerfisins. Þegar enterókrómaffínfrumurnar fyllast af serótónínin er því seytt út í blóðið og blóðstyrkur þess hækkar. Blóðflögur og taugafrumur geta þá tekið serótónín upp úr blóðinu.

Hlutverk serótóníns

breyta

Helstu hlutverkin eru m.a.:[2]

  • aukin hreyfing meltingarfæra. Enterochromaffin frumur í meltingarfærum umbreyta tryptófani í serótónín. Þegar serótónínstyrkurinn hækkar inni í frumu lekur það út úr henni og verkar serótónín á nærliggjandi viðtaka í þörmunum sem valda ýmist hreyfingu þarmanna eða seytingu á efnum í blóðið eða þarmana sjálfa.
  • samdráttur sléttra vöðva, t.d. í berkjum og legi
  • bæði samdráttur og slökun æðakerfisins
  • sársaukaskyn í úttaugakerfi, þ.e.a.s. í taugum utan heila og mænu
  • bæði örvun og hömlun taugafruma í miðtaugakerfi, þ.e. heila og mænu

Viðtakar serótóníns

breyta

Þekktir viðtakar serótóníns eru gróflega:

Heiti viðtaka Staðsetning viðtaka í líkama Hlutverk viðtaka Agonisti, þ.e. efni sem virkjar viðtakann Antagonisti, þ.e. efni sem óvirkjar viðtakann.
5HT1A Miðtaugakerfi (MTK) Hegðun, svefn, hitastjórnun líkamans, stress Búspírón, Clozapine
5HT1B MTK Herping lungnaæða Clozapine
5HT1D MTK, blóðæðar Æðaherping í hvelaheila Clozapine
5HT1E MTK Clozapine
5HT1F MTK, leg, hjarta, meltingarkerfi Clozapine
5HT2A MTK, Úttaugakerfi (ÚTK) Örvun taugafrumna, hegðun, slökun sléttra vöðva, t.d. í þörmum og berkju. Storkun blóðflaga. Bæði herping æða og slökun þeirra LSD
5HT2B magi herping magans LSD, Ergotamín
5HT2C MTK Uppköst, hegðun (stress) LSD
5HT3 MTK, ÚTK
5HT4 meltingarkerfi Metóklópramíð
5HT5A MTK
5HT6 MTK, hvítfrumur LSD
5HT7 MTK, meltingarkerfi, blóðæðar LSD, Búspírón

Tilvísanir

breyta
  1. Young SN (nóvember 2007). „How to increase serotonin in the human brain without drugs“. Journal of Psychiatry & Neuroscience. 32 (6): 394–9. PMC 2077351. PMID 18043762.
  2. Flower, R.J., Henderson, G, Rang, H.P. og Ritter, J.M. (2016). Rang and Dale's Pharmacology, 8th edition. Elsevier Churchill Livingstone.


Taugaboðefni

AsetýlkólínadrenalíndópamínGABAglútamathistamínnoradrenalínserótónín