Safn Ásgríms Jónssonar
Safn Ásgríms Jónssonar er listasafn í Reykjavík þar sem áður var vinnustofa og heimili listamannsins.
Vinnustofa og heimili Ásgríms Jónssonar var að Bergstaðastræti 74, 101 Reykjavík. Þegar Ásgrímur féll frá árið 1958 ánafnaði hann íslensku þjóðinni öllum listaverkum sínum ásamt húsinu sínu. Safnið var opnað 1960, skömmu eftir lát Ásgríms. Árið 1988 var safnið að hluta sameinað Listasafni Íslands samkvæmt ákvæðum í erfðaskrá Ásgríms og er nú sér deild innan þess.
Heimili Ásgríms og vinnustofu er enn hægt að skoða í Ásgrímssafni að Bergstaðastræti 74 og þó svo að flest verk hans séu nú á Listasafninu er enn yfir 2000 verk að finna á Ásgrímssafni auk þess sem safnið er ómetanleg heimild um líf hans og starf.
Heimild
breytaUpplýsingar fengnar af vef Listasafns Íslands www.listasafn.is