Táningsbækur (kvikmynd)

(Endurbeint frá Young Adult)

Táningsbækur er bandarísk gamanmynd frá árinu 2011 sem Jason Reitman leikstýrði. Handrit myndarinnar er skrifað af Diablo Cody sem vann áður með Reitman á mynd hans Júnó frá árinu 2006. Charlize Theron fer með aðalhlutverkið í myndinni sem vinsæll skáldsagnahöfundur sem snýr aftur til heimabæjar síns stuttu eftir skilnað hennar til þess að endurvekja ástarævintýri með fyrrverandi kærasta sínum.

Táningsbækur
Young Adult
Auglýsingaplakat myndarinnar
LeikstjóriJason Reitman
HandritshöfundurDiablo Cody
FramleiðandiJason Reitman

Diablo Cody
Lianne Halfon
Russell Smith

Mason Novick
Leikarar
FrumsýningFáni Bandaríkjana 9. desember 2011
Fáni Íslands 17. febrúar 2012
Lengd94 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkBönnuð innan 12
Ráðstöfunarfé$12.000.000

Myndin kom út í Bandaríkjunum þann 9. desember 2011 og hlaut mikil fagnaðarlæti gagnrýnenda. Charlize Theron var tilnefnd sem besta leikkona í gamanmynd á 69. Golden Globe-verðlaunahátíðinni.

Söguþráður

breyta

Skömmu eftir skilnað sinn, þá snýr skáldsagnahöfundur aftur heim til sín í litla bæinn í Minnesota, og reynir að endurvekja ástarævintýri með gömlum kærasta, sem nú er giftur og á börn.[1]

Leikendur

breyta

Heimildir

breyta
  1. Young Adult, Kvikmyndir.is
   Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.