World of Warcraft

tölvuleikur frá 2004

World of Warcraft er spunaleikur og MMORPG sem er hluti af Warcraft seríunni sem kemur frá tölvuleikja fyrirtæki sem heitir Blizzard. Leikurinn er fjölnotendanetleikur og er einn þeirra vinsælustu. Eins og í öðrum spunaleikjum búa leikmenn sér til sögupersónu og taka þátt í söguþræðinum með öðrum notendum. Hægt er að velja um tvö lið sem eru í stríði við hvort annað, „Bandalagið“ eða „Hjörðin“. Sagan á sér stað stuttu eftir atburði Warcraft III: The Frozen Throne. Spilun leiksins felur í sér að taka að sér ýmis verkefni sem maður ýmist leysir einn eða í hóp. Hægt er að velja um nokkur starfssvið, svo sem járnsmiður, sem meðal annars geta búið til vopn og brynjur. Meðal annara starfa sem hægt er að sinna eru fláning, leðurvinna, námugröftur, grasafræði, skartgripasmíði, verkfræði. Geta allar stéttir valið sitt megin sérsvið, eins og Prestar geta orðið Myrkir Sóknaprestar, en notast þeir þá við svarta galdra. Eins getur Stríðsmaður ákveðið að taka að sér það verkefni að gerast verndari hópsins, en þá tekur hann að sér það verkefni að vernda hópinn með því að skaða óvininn til þess að hann ráðist á verndarann í staðinn fyrir hópinn.

Eftirfarandi fylkingar hafa val á mismunandi kynþáttum og stéttum:

Bandalagið:

  • Mannfólk: Heilagur Riddari, Stríðsmaður, Töframaður, Þjófur, Prestur, Seiðskratti, Dauða Riddari
  • Náttálfar: Náttúrubarn, Veiðimaður, Prestur, Þjófur, Stríðsmaður, Dauða Riddari
  • Dvergar: Prestar, Stríðsmaður, Heilagur Riddari, Veiðimaður, Þjófur, Dauða Riddari
  • Búálfar: Seiðskratti, Þjófur, Stríðsmaður, Töframaður, Dauða Riddari
  • Bláverur: Heilagur Riddari, Stríðsmaður, Töfralæknir, Prestur, Veiðimaður, Töframaður, Dauða Riddari
  • Varúlfar: Dauða Riddari, Náttúrubarn, Veiðimaður, Töframaður, Prestur, Þjófur, Seiðskratti, Stríðsmaður

Hjörðin:

  • Orkar: Veiðimaður, Þjófur, Töfralæknir, Stríðsmaður, Seiðskratti, Dauða Riddari
  • Uppvakningar: Þjófur, Stríðsmaður, Seiðskratti, Prestur, Töframaður, Dauða Riddari
  • Nautgripir: Stríðsmaður, Náttúrubarn, Töfralæknir, Veiðimaður, Dauða Riddari
  • Tröll: Veiðimaður, Töframaður, Prestur, Þjófur, Stríðsmaður, Töfralæknir , Dauða Riddari
  • Blóðálfar: Veiðimaður, Töframaður, Seiðskratti, Þjófur, Heilagur Riddari, Prestur, Dauða Riddari
  • Smáálfar: Dauða Riddari, Veiðimaður, Töframaður, Prestur, Þjófur, Töfralæknir, Seiðskratti,Stríðsmaður

Hlutlausir:

  • Pöndur: Veiðimaður, Töframaður, Munkur, Prestur, Þjófur, Töfralæknir, Stríðsmaður
Wikipedia
Wikipedia
  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.