William Shatner

kanadískur leikari

William Shatner (f. 22. mars 1931 í Montréal) er kanadískur leikari, tónlistamaður, rithöfundur, og kvikmyndaleikstjóri.

Shatner, 2012

Hann hlaut fyrst frama í hlutverki James T. Kirk skipstjóra USS Enterprise í vísindaskáldskapar sjónvarpsþáttunum um Star Trek frá árinu 1966 til 1969; Star Trek: The Animated Series frá 1973 til 1974; og í sjö af þeim kvikmyndum um Star Trek sem gerðar voru frá árinu 1979 til 1994.

Frá árinu 2004 til 2008 lék hann lögfræðingin Denny Crane í sjónvarpsþáttunum The Practice og þáttunum Boston Legal sem þróuðust út úr The Practice sem sjálfstæðir þættir. Fyrir leik sinn í þeim þáttum hefur hann hlotið tvenn Emmy-verðlaun ásamt Golden Globe-verðlaunum.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist leikurum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.