Golden Globe-verðlaunin
árleg verðlaun fyrir kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð
(Endurbeint frá Golden Globe-verðlaun)
Golden Globe-verðlaunin eru verðlaun sem veitt eru af samtökunum Hollywood Foreign Press Association fyrir kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð bæði í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Fyrsta verðlaunaafhendingin var haldin í janúar 1944 í myndverum 20th Century Fox í Los Angeles.
Golden Globe-verðlaunin | |
---|---|
(enska: Golden Globe Awards) | |
Veitt fyrir | Framúrskarandi árangur í kvikmynda- og sjónvarpsgerð |
Land | Bandaríkin |
Kynnir |
|
Fyrst veitt | 20. janúar 1944 |
Vefsíða | goldenglobes |
Golden Globe-verðlaunaafhendingunni er sjónvarpað í yfir 150 löndum. Hún er þriðja vinsælasta verðlaunaathöfnin á eftir Óskars og Grammy-verðlaununum.
Verðlaunaflokkar
breytaKvikmyndaverðlaun
breyta- Besta kvikmynd – Drama: síðan 1943 (aðskilinn flokkur síðan 1951)
- Besta kvikmynd – Söngva- eða gamanmynd: síðan 1951
- Besta kvikmynd – Erlend mynd: síðan 1948
- Besta kvikmynd – Teiknimynd: síðan 2006
- Besta kvikmyndaupplifun og miðasala: síðan 2024
- Besti leikstjóri: síðan 1943
- Besti leikari – Drama: síðan 1943 (aðskilinn flokkur síðan 1951)
- Besti leikari i – Söngva- eða gamanmynd: síðan 1951
- Besta leikkona – Drama: síðan 1943 (aðskilinn flokkur síðan 1951)
- Besta leikkona – Söngva- eða gamanmynd: síðan 1951
- Besti leikari í aukahlutverki: síðan 1943
- Besta leikkona í aukahlutverki: síðan 1943
- Besta handrit: síðan 1947
- Besta frumsamda tónlist: síðan 1947
- Besta frumsamda lag: síðan 1961
- Cecil B. DeMille verðlaun fyrir ævistarf við kvikmyndagerð: síðan 1951
Sjónvarpsverðlaun
breyta- Besta sjónvarpsþáttaröð – Drama: síðan 1961
- Besta sjónvarpsþáttaröð – Söngleikur eða gamanþáttur: síðan 1961
- Besta stutta sjónvarpsþáttaröð eða sjónvarpskvikmynd: síðan 1971
- Besti leikari í sjónvarpsþáttum – Drama: síðan 1961
- Besti leikari í sjónvarpsþáttum – Söngleikur eða gamanþáttur: síðan 1961
- Besti leikari í stuttri sjónvarpsþáttaröð eða sjónvarpskvikmynd: síðan 1981
- Besta leikkona í sjónvarpsþáttum – Drama: síðan 1961
- Besta leikkona í sjónvarpsþáttum – Musical or Comedy: síðan 1961
- Besta leikkona í stuttri sjónvarpsþáttaröð eða sjónvarpskvikmynd: síðan 1981
- Besti leikari í aukahlutverki – Sjónvarp: síðan 1970
- Besta leikkona í aukahlutverki – Sjónvarp: síðan 1970
- Besti uppistandari – Sjónvarp: síðan 2024
- Carol Burnett verðlaun fyrir ævistarf við sjónvarpsgerð: síðan 2018