Wikipediaspjall:Möppudýr

Bæta við umræðu
Active discussions

Flutti þetta spjall mitt yfir á spjallsíðuna þar sem það á heima

Heyriði já, ég sótti um það á meta.wikipedia.org fyrir nokkru að fá sysop réttindi á íslensku Wikipedia en forráðamenn þar báðu mig um að koma upp svona síðu þar sem ég gæti kynnt þær fyrirætlanir og fengið stuðning hinna greinahöfundana. Þetta er sú síða. Það er farið að vanta sárlega fólk með sysop réttindi hér og ég held að það sé ekkert því til fyrirstöðu að allir sem vilja geti fengið slík réttindi, allavega allir þeir sem hafa verið virkir í greinarskrifum þar sem mér sýnist þetta allt vera hið ljúfasta fólk. Það er kjörið að þið skráið ykkur bara á listann á stjórnendasíðunni ef þið viljið sysop réttindi og svo kem ég listanum til fólksins á meta.wikipedia sem ræður þessu.--Biekko 13:15, 21 May 2004 (UTC)

Og já, hér er meiri lesning um stjórnendur fyrir þá sem hafa áhuga: [1] --Biekko 13:17, 21 May 2004 (UTC)


Don't forget to put your adminship requests at m:Requests for permissions. -- Looxix 19:54, 21 May 2004 (UTC)

SauðkindinBreyta

Ég tók mér það bessaleyfi að gera Sauðkindina að stjórnanda til að hún geti framkvæmt viðhald á vernduðum síðum og hafði ég þar MediaWiki: nafnrýmið í huga. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 06:29, 11 okt 2004 (UTC)

Er ég orðinn stjórnandi?Breyta

Það er nú áhugavert þar sem ég sótti ekki um það :D En ég skal alveg vera það, ekkert mál ;) --Heiða María 4. okt. 2005 kl. 16:42 (UTC)

Ég ákvað að þú ættir að vera stjórnandi :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. okt. 2005 kl. 16:55 (UTC)

Ég hef víst verið sleginn til stjórnanda og vil þakka bæði traustið og upphefðina :D - og vonast til að kikna ekki undan ábyrgðinni :P --EinarBP 8. des. 2005 kl. 12:51 (UTC)

SkilyrðiBreyta

Þurfa stjórnendur hér ekkert að uppfylla skilyrði til að verða stjórnendur? Ættum við ekki að setja einhver (þurfa ekki að vera erfið/flókin) svo þetta séu í raun ekki einhverjar geðþóttaákvarðanir fjögurra? --Jóna Þórunn 19:12, 27 september 2006 (UTC)

Geðþóttaákvörðun þýðir venjulega að einhver taki ákvörðun án þess að hlýða á aðra og nei, það er ekki raunin. Ég hef allavega ekki orðið var við það. :) Hinsvegar skil ég að einfaldar takmarkanir séu settar, ég legg til eftirfarandi: (1) Er mennskur, (2) hefur öðlast traust samfélagsins, þetta er hægt að sýna fram á með einfaldri kosningu. Hlýtur stuðning 2/3 hluta og minnst fimm kjósa, sem dæmi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11:42, 3 júní 2007 (UTC)
Það var eitthvað slíkt sem ég var að hugsa um. — Jóna Þórunn 11:47, 3 júní 2007 (UTC)
Hljómar vel. --Bjarki 13:04, 3 júní 2007 (UTC)
Líst vel á kostningarhlutföllin. Finnst samt "er mennskur" soldið skrítið. --Steinninn 13:20, 3 júní 2007 (UTC)
Við viljum enga fjandans klingona takk fyrir. --Bjarki 13:35, 3 júní 2007 (UTC)
Ertu að tala um tlhIngan Hol. Eru þið með fordóma gagnvart þeim? --Steinninn 13:41, 3 júní 2007 (UTC)
Þegar ég segi mennskur á ég við að það sé skilyrði að notandinn sé ekki þjarkur eða vélmenni. Vélmennum er að sjálfsögðu ekki treystandi svo að kannski fellur þetta sjálfkrafa undir (2). Mér finnst eins og þetta ætti að vera skilyrði og engin undanþága ætti að vera veitt nema í afar sérstökum tilfellum. Svo er mér reyndar líka illa við að geimverur fái þessi réttindi, enda vitað mál að til dæmis að klingonarnir sem Bjarki nefnir eru afar óvinveittir og það er erfitt að eiga í samskiptum við þá. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14:07, 3 júní 2007 (UTC)
Þeir Klingonar sem ég hef kynnst eru ágætis, um, ágætis verur. Ef einn af þeim mundi sækja eftir stjórendaréttindum þá fengi hann alveg eins mitt atkvæði og ef homo sapiens mundi bjóða sig fram. Þið megið þá kjósa á móti mér. Og aðeins stjórendur meiga kjósa, er það ekki. --Steinninn 14:14, 3 júní 2007 (UTC)
Nei nei, allir virkir notendur hafa kosningarétt. --Bjarki 14:17, 3 júní 2007 (UTC)
PS: og með virkir á ég við alla notendur sem hafa einhverjar breytingar að ráði á bakvið sig (100+ t.d.), bara til að staðfesta að það séu alvöru notendur en ekki notendanöfn sem eru búin til bara til þess að kjósa. --Bjarki 14:36, 3 júní 2007 (UTC)
Já, ég segi allir notendur. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14:21, 3 júní 2007 (UTC)
Já, það er kanski réttara. --Steinninn 14:48, 3 júní 2007 (UTC)
Ég er sammála því að setja skilyrði um kosningu, að 2/3 atkvæða séu nóg og að einungis skráðir og virkir notendur megi kjósa. Við þurfum að skilgreina virka notendur. Ég legg til að þeir verði skilgreindir sem „notendur sem hafa verið skráðir í mánuð eða lengur og hafa a.m.k. 100 breytingar í aðalnafnrými.“ (sömu skilyrði og voru sett í gæða-/úrvalsgreinakosningum ekki alls fyrir löngu). Svo er spurning hvort það þurfi lágmarksfjölda stuðningsmanna — hvað ef bara einn notandi kýs og samþykkir umsóknina? Eða eigum við að gera ráð fyrir að til að geta haft 2/3 atkvæða þurfi bókstaflega að vera minnst 3 atkvæði greidd annaðhvort með eða á móti? Ég myndi líka vilja sjá ekki beint reglu en kannski viðmið sem hjálpar nýjum notendum að átta sig á því hvenær þeir geta vænst þess að vera búnir að öðlast traust samfélagsins, einhverja klausu innan sviga sem segir kannski „alla jafnan notendur sem hafa verið skráðir í 3 mánuði eða lengur og hafa a.m.k. 300 breytingar í aðalnafnrými.“ Þá þurfa notendur ekki að vera sækja um eftir að hafa verið skráðir í viku, ná ekki kosningu, sækja svo um viku seinna („...en núna? ... en núna?“). --Cessator 16:13, 3 júní 2007 (UTC)
Ég sé að Friðrik er búinn að búa til prýðilega stutta útskýringu á kosningarétti. Eftir er þó að ákveða um lágmarksfjölda í kosningunni og hvort við eigum að hafa einhverja útskýringu á því hvað við eigum við með að hafa öðlast traust samfélagsins og hvernig hún ætti þá að vera. --Cessator 16:20, 3 júní 2007 (UTC)
Ég setti inn á stjórnendasíðuna sömu skilyrði og við höfum haft um úrvalsgreinar, þ.e. a.m.k. 4 stuðningsatkvæði og 75% eða meiri stuðningur. Ég held að útnefningar stjórnenda verði að vera nokkuð óumdeildar, það verður svo leiðinlegur mórall í kringum allar gerðir þess stjórnanda sem nær kjöri þrátt fyrir umtalsverða andstöðu. Það mætti jafnvel hækka lágmarksfjölda stuðningsatkvæða, þegar þessar tölur voru lagðar til varðandi kosningu um úrvalsgreinar þá var gert ráð fyrir að þær myndu hækka eftir því sem samfélagið stækkar. --Bjarki 16:29, 3 júní 2007 (UTC)
Já það er rétt. Ef farið er fram á fleiri stuðningsatkvæði getur verið að kosningar þurfi einfaldlega að standa lengur (ekki víst að mjög margir fylgist með því sem gerist hér eða taki eftir kosningunum strax) en það liggur auðvitað ekkert á að gera einhvern að stjórnanda. Kannski ættum við þá að hækka lágmarksfjölda stuðningsatkvæða upp í fimm eða sex? --Cessator 16:38, 3 júní 2007 (UTC)
Fimm er góð tala. --Bjarki 17:22, 3 júní 2007 (UTC)
Sammála því. Sjáum hvað aðrir segja. --Cessator 18:16, 3 júní 2007 (UTC)
Svo er spurning hvort það mætti ekki alveg tilnefna notendur líka, eins og tíðkaðist hér einu sinni. Kannski mætti þá standa í leiðbeiningunum „Ritið notendanafn ykkar hér ef þið hafið áhuga á að gegna starfi stjórnenda (eða nafn notanda sem þið viljið tilnefna).“? Það má vera að sumir notendur yrðu prýðilegir stjórnendur þótt þeir myndu ekki endilega sækjast eftir réttindunum sjálfir. --Cessator 18:16, 3 júní 2007 (UTC)
Já styð það, stór hluti núverandi stjórnenda sóttist aldrei eftir þeirri stöðu en hafa staðið sig vel. --Bjarki 18:19, 3 júní 2007 (UTC)
Sá sem er tilnefndur þyrfti þá á einhvern hátt að samþykkja slíkt athæfi. Það er hægt að gera fyrir neðan tilnefninguna og vísa t.d. í umræður. — Jóna Þórunn 20:20, 3 júní 2007 (UTC)

Ég legg til eftirfarandi klausu:

 • Ætlast er til að stjórnendur hafi góða kunnáttu um hvernig samféla Wikipedia virkar. Áður en þú sækir um skaltu kynna þér reglurnar á Stjórnendagátlistanum.

--Steinninn 08:11, 5 júní 2007 (UTC)

Óvirkir stjórnendurBreyta

Mér finnst að það þurfi að koma fram hvort stjórnendur séu virkir eða ekki. Ef til vill kemur eitthver hingað í leit að hljálp og veit þá ekki hvert á að leita. Ég bjó til í flíti lista (algjörlega eftir minni) af þeim stjórendum sem ég hef ekki tekið mikið eftir undanfarið. EinarBP, Heiða María, Kristján Rúnarsson, Sauðkindin, Sindri, Smári McCarthy, Stefán V, Sterio, Svavarl, Ævar Arnfjörð Bjarmason. Plís ekki verða súr ef þú sérð nafnið þitt hérna. Ef þú telur þig geta aðstoðað eitthvern í leit að stjórendahjálp þá máttu bara breyta listanum mínum. Kanski væri hægt að hafa liti eftir stöðunni. Samanber Listi yfir íslensk kvikmyndahús. --Steinninn spjall 03:51, 2 júní 2007 (UTC)

Moi hefur verið að gera breytingar daglega undanfarið og Guðmundur var að vinna í grein um Vegamót og lestarslys gær (en er samt ekki eins virkur og hann var einu sinni); aðrir held ég að hafi verið minna við undanfarið. --Cessator 04:10, 2 júní 2007 (UTC)
Já, það er rétt, ég hef sé Moi, tók Guðmund líka út af listanum. Það er annaðhvort að skipta stjórnendum niður í tvo lista, eða einkenna þá með bakrunnslit. --Steinninn 10:24, 3 júní 2007 (UTC)
Ef það er engin leið að gera þetta sjálfvirkt verður þessu listi úreltur og því alveg jafn gagnslaus notendum sem þurfa að leita sér hjálpar. Ég held þetta sé ekki raunverulegt vandamál, þeir sem eru virkir eru stanslaust að bjóða nýja notendur velkomna og ég held að það sé líklegast að nýju notendurnir biðji þá um hjálp. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11:14, 3 júní 2007 (UTC)
Sammála Friðriki Braga. Hugsanlega hægt að vísa á adminaktivitaet-tólið. — Jóna Þórunn 11:39, 3 júní 2007 (UTC)
Ég hafði ekki hugmynd um þetta tól. Líst vel á það. --Steinninn 11:57, 3 júní 2007 (UTC)
Sauðkindin er bot. --Stalfur 13:15, 3 júní 2007 (UTC)
Geri mér grein fyrir því, sem er ástæðan fyrir því að hún mun ábyggilega ekki svara ef eitthver leitar að aðstoð. --Steinninn 13:20, 3 júní 2007 (UTC)
Stangast hún ekki líka á við nýju regluna að bot meigi ekki vera með sysop völd? --Steinninn 13:21, 3 júní 2007 (UTC)
Rollan hefur verið í dvala síðan 2005, ég held að Ævar verði ekkert sár þó að við fjarlægjum stjórnendaréttindin af henni. --Bjarki 13:38, 3 júní 2007 (UTC)
Það var kvartað yfir að of erfit væri að uppfæra síðuna með nýjustu upplýsingum. Afhverju er þá tengt í Wikipedia:Notendur eftir breytingafjölda sem er nær ómögulegt að halda uppi. --Steinninn 17:06, 3 júní 2007 (UTC)
Ég sé bara ekki hvernig þetta er sambærilegt. Þessi síða þarf ekki að vera uppfærð reglulega, þetta er bara til gamans gert. Hinsvegar á þinn listi að þjóna þeim tilgangi að notendur geti séð hvaða stjórnendur eru virkir, hann virkar augljóslega ekki vel ef hann er ekki uppfærður. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:15, 3 júní 2007 (UTC)
(breytingaárekstur) Sú síða er nú fyrst og fremst til gamans gerð fremur en að það eigi að draga einhverjar ályktanir af henni. Hvernig ætti skilgreiningin á óvirkum stjórnanda að vera? Svo eru margir sem fylgjast með is.wikipedia daglega án þess að breyta mjög mikið, ég er til dæmis búinn að vera arfaslakur við breytingar síðustu mánuði en ég kíki samt reglulega inn og tek eftir því ef einhver er að beina skilaboðum til mín. Þó svo að einhver leiti til óvirks stjórnanda með spurningu þá eru líka miklar líkur á að einhver annar stjórnandi taki eftir því í nýlegum breytingum og hjálpi til, þetta gerist oft. Þetta er ekki vandamál. --Bjarki 17:22, 3 júní 2007 (UTC)
Það má setja það undir hvern stjóranda að uppfæra sínar upplýsingar hérna. En mér finnst bara villandi að setja hlekk á síðu sem er til gamans gerður í grein um hversu margar breytingar notandi þarf að hafa til að hafa kostningarétt. Ætti ekki frekar að vera hlekkur á Kate eða Interiot? --Steinninn 17:20, 3 júní 2007 (UTC)
Þetta skil ég ekki. --Bjarki 17:23, 3 júní 2007 (UTC)
Ok, var ekki búinn að sjá þessa breytingu frá Cessator. Sé samt ekkert að þessum tengli. --Bjarki 17:26, 3 júní 2007 (UTC)
En á síðunni sem tengt er í eru tenglar yfir á bæði interiot og Kate og síðy um sysopactivity, þarna er þetta allt á einum stað. --Cessator 17:46, 3 júní 2007 (UTC)
Jæja, núna ættu allir að vera sáttir. Setti hlekkin líka uppi því mér finnst ólíklegt að ókunnugir skoði neðanmálsgreinina. --Steinninn 18:29, 3 júní 2007 (UTC)

Rangar tölurBreyta

Á kefissíðunni Tölfræði er sagt að það séu 22 stjórnendur en þessi síða segir 21? --S.Örvarr.S 04:20, 20 júní 2007 (UTC)

Notandi:StalfurPDA er líka með stjórnendavöld. En samkvæmt reglum sem ég las eitthverstaðar þá geta stjórnendur haft fleyri en eitt notendanafn, en bara eitt af þeim má vera með stjórnendavöld. --Steinninn 13:39, 20 júní 2007 (UTC)
Afherju eiginlega hefur hann tvö notandanöfn? --S.Örvarr.S 20:33, 20 júní 2007 (UTC)
Eins og segir á síðunni minni sökum tæknilegra takmarkana varðandi stílsnið, það er að LifeDrive-ið mitt notar simple-css á meðan að ég sem ég sjálfur nota common eða default eða hvað það heitir. --Stalfur 22:22, 20 júní 2007 (UTC)
Ég tók út tvöfalda dótið um mig og setti bara athugasemd, ég er einn stjórnandi þó ég sé með tvær innskráningar með þau réttindi (og þriðju sem botti). --Stalfur 14:52, 1 júlí 2007 (UTC)
Þrír? Stalfur, StalfurPDA og hver er sá þriðji. Ég minni aftur á að það er ekki æskilegt að bot hafi stjórendaréttindi því breytingar þeirra sjást ekki á „nýlegar breytingar“ --Steinninn 15:03, 1 júlí 2007 (UTC)
Bottinn er ekki með stjórnandaréttindi. --Stalfur 15:09, 1 júlí 2007 (UTC)

TaflaBreyta

Hverning væri að hafa töfluna í tímaröð en ekki stafrófsröð? --Stefán Örvarr Sigmundsson 03:56, 1 júlí 2007 (UTC)

Það eru svo sem margar leiðir til að raða í töflu. Enn ein væri að raða í stafrófsröð eftir árum (þeir sem urðu stjórnendur 2005, þeir sem urðu stjórnendur 2006) eða eftir því hver gerði viðkomandi að stjórnanda (þeir sem Friðrik Bragi gerði að stjórnendum o.s.frv.). En stafrófsröð er einföld og þægileg þannig að það liggur beint við að spyrja hvers vegna við ættum að bregða út af henni. Ég kem ekki auga á neina knýjandi ástæðu en ég er að sjálfsögðu opinn fyrir uppástungum. --Cessator 04:09, 1 júlí 2007 (UTC)
Það væri hægt að misskilja tímaröð þannig að verið væri að gefa í skyn að stjórnendur væru mismerkilegir eftir því hversu lengi þeir hefðu verið stjórnendur. Stafrófsröð er alveg hlutlaus, notum hana. --Bjarki 04:19, 1 júlí 2007 (UTC)
Farðu að sofa greyið mitt.   --Stefán Örvarr Sigmundsson 04:20, 1 júlí 2007 (UTC)
En hvort er farið eftir stafrófsröð notendanafnsins eða fulls nafns? Síðast þegar ég gáði var eitthverskonar samansafn af þessu báðu. --Steinninn 14:43, 1 júlí 2007 (UTC)

StefánBreyta

Er hann orðinn stjórnandi? --Baldur Blöndal 15:55, 1 júlí 2007 (UTC)

Hvaða Stefán? Stebbiv hefur verið stjórnandi í rúmlega tvö ár. --Cessator 16:04, 1 júlí 2007 (UTC)
Var ég á ruglast á Stefánum? Ég þarf að fara að sofa.. --Baldur Blöndal 17:14, 1 júlí 2007 (UTC)
haha :) --Ís201 20:38, 9 ágúst 2007 (UTC)

BreytingarárkesturBreyta

Ég var á fullu að breyta og bæta og þá varð líka þessi voðalegi breytingarárekstur. Það þurkaðist eitthvað út sem aðrir höfðu gert, en passaði mig þó að halda inni kostningu BiT. Sem sagt, núna veit enginn hvað stjórnandi er, og við munum alltaf segja möppudýr. Held að það eina sem vanti uppá er að eitthver íti nokkrum sinnum á takkann „gera að möppudýri“. --Steinninn 19:05, 9 ágúst 2007 (UTC)

Er það ekki málið? --Baldur Blöndal 19:13, 9 ágúst 2007 (UTC)
Verið nú alveg rólegir, við höfum sett okkur lágmarkið 1 vika til umræðu og það er nákvæmlega engin ástæða til að flýta þessu. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19:39, 9 ágúst 2007 (UTC)
Ég var alveg búinn að gleyma þetta með viku. En það er nú næstum komin vika hvort ið er. Hugmyndin kom fyrst fram 2. ágúst og kostningin hófst 4. ágúst. --Steinninn 19:45, 9 ágúst 2007 (UTC)
Látum líða viku frá því að kosningin hófst, það liggur ekkert á þessu. Haukur 20:03, 9 ágúst 2007 (UTC)

StaðallBreyta

Þar sem að stjórnandastaðan hefur verið lögð niður, ef svo má segja, og allir verða möppudýr um leið, ætti þá ekki að hækka eftirvæntingarnar eitthvað. Nú þarf minnst 100 breytingar og 4 samþykki. Ég legg til að þessu verið breytt í 500-1000 breytingar, 7 samþykki og 4 mánuðir sem notandi. En hvað finnst ykkur? --Stefán Örvarr Sigmundsson 20:28, 9 ágúst 2007 (UTC)

Ég er sammála. 100 breytingar er ekkert, ég fáði 200 breytingar í einu nótt á færeysku wikipediu. Kannski 5 er betra en 7 samþykki enn finnst mér. En sannarlega meira breytingar. --Ís201 20:37, 9 ágúst 2007 (UTC)
Já 5 er betra. --Stefán Örvarr Sigmundsson 20:39, 9 ágúst 2007 (UTC)
Þú setur þetta fram eins og spurningu (án spurningamerkis reyndar) en gerir enga tilraun til að svara. Ég spyr því: ætti að hækka skilyrðin gagnvart frambjóðendum? Reynum að átta okkur á því til hvers þessi skilyrði eru sett. Í mínum huga er þetta einföld leið til að sigta frá skemmdarvarga. Í mínum huga duga núverandi skilyrði til þess. Það er að sjálfsögðu alltaf hægt að hugsa sér skemmdarvarg sem hefur einsett sér að gera sem mestan skaða, en við getum ekki gert ráð fyrir slíku, það væri bara óraunhæft og hefði fleiri galla en kosti. Ég sé engan tilgang í því að setja aukin skilyrði, allavega ekki með þessum hætti. Kannski mætti gera meiri kröfur til dæmis til þeirra sem kjósa, til dæmis að hvetja þá til að kynna sér vel framlög frambjóðandans og að styðja engan í blindni (styðja einhvern sem hlýtur töluvert fylgi, bara til þess að taka þátt t.d.) eða vegna þess að þér líkar hvernig hann kemur fram við þig, án þess að íhuga hvernig hann kemur fram við aðra o.s.frv. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 20:51, 9 ágúst 2007 (UTC)
Hvernig myndi maður fylgjast með að kjósendur uppfylli skilyrðið og hafi kynnt sér frambjóðandann? Mér finnst allt í lagi að gera að skilyrði að frambjóðendur hafi verið skráðir notendur í einhvern tíma, kannski 2 eða 3 mánuði eða eitthvað. Það er ein besta leiðin til að sigta út skemmdarvarga og kynnast vinnubrögðum og framkomu einhvers. --Cessator 00:52, 10 ágúst 2007 (UTC)
Ég held það þurfi ekki að framfylgja þessu, það nægir að þetta komi fram og þá taka flestir þetta til sín ef þetta eru ekki þeirra vanalegu vinnubrögð nú þegar. Ég skil samt ekki af hverju þetta þurfa að vera 2 eða 3 mánuðir, er einn mánuður ekki nóg? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:08, 10 ágúst 2007 (UTC)--Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:08, 10 ágúst 2007 (UTC)
Kannski dugar einn mánuður, en ég held samt að besta leiðin til að tryggja að einhver sé ekki skemmdarvargur og sé treystandi sé að fylgjast með honum í svolítinn tíma. Það dugar ekki að fylgjast með honum í heilt ár ef hann gerir engar eða sárafáar breytingar á þeim tíma því það gefur litla eða enga vísbendingu um hvernig er að vinna með viðkomandi og hvernig hann hagar sér. Og það dugar ekki að skoða kannski 100 eða 200 breytingar í aðalnafnrými ef viðkomandi gerir þær allar á einu kvöldi eða tveimur-þremur dögum t.d. með því að fara í gegnum einhvern málaflokk og gera helling af minniháttarbreytingum til þess eins að uppfylla skilyrðin; þótt sennilega nenni flestir skemmdarvargar ekki að gera það bara til að geta byrjað að skemma seinna, þá er það samt ekki góð vísbending um hvernig hann mun haga sér og hvernig hann mun vinna með öðrum notendum. Þá er betra, held ég, að fylgjast með jafnmörgum breytingum yfir lengri tíma; þá mun viðkomandi nær örugglega komast í meiri kontakt við aðra notendur, þurfa að ræða við þá um þeirra breytingar og sínar, komast að sameiginlegri niðurstöðu með einhverjum þeirra um hvernig best er að hafa eitthvað; líklega verða breytingarnar fjölbreyttari miðað við dæmið að ofan; kannski mun hann hafa eitthvað að segja um ýmis mál sem verða rædd á spjallsíðum sem þessari eða í pottinum o.s.frv. Allt þetta er líklegra til að gefa góða vísbendingu um hvort viðkomandi sé treystandi og hvort hann sé yfirleitt fær um að vinna með öðrum. Ef ekki — ef hann er argasti dóni og alltaf ómálefnalegur, lendir kannski oftar en einu sinni í breytingastríð o.s.frv. — þá ætti hann sennilega ekki að fá stjó.. möppudýraréttindi jafnvel þótt enginn telji hættu á að hann eyði helling af drasli eða eitthvað slíkt. --Cessator 18:32, 10 ágúst 2007 (UTC)
Af því að þú nefnir einn mánuð og spyrð hvort hann sé ekki nóg, þá er rétt að það komi fram að það er skilyrði fyrir kosningarétti en ekki endilega kjörgengi. Það eru engin skilyrði um kjörgengi eins og er. --Cessator 19:34, 10 ágúst 2007 (UTC)
Já og tilgangurinn er sá sami í báðum tilfellum, að sigta frá skemmdarvarga eða þá sem gætu falsað atkvæði. Því er eðlilegt að svipaðar kröfur séu gerðar. En ég spyr bara, gætir þú treyst einstaklingi fyrir möppudýraréttindum ef hann hefur uppfyllt skilyrði um einhvern handahófskenndan breytingarfjölda og tíma frá skráningu ef þú hefur enga reynslu af samskiptum við hann? Meginreglan er (að mínu mati allavega) að aðrir notendur treysti þeim sem gerður er möppudýr, þess vegna þykir mér brýnna að gera kjósendum ljóst hver ábyrgð þeirra er. Þeir geta svo metið hvort þeir hafi næga reynslu af frambjóðandanum, en handahófskenndar tölur gera hins vegar lítið (eða ætti kannski að bæta við að frambjóðandinn þurfi að hafa átt í að minnsta kosti fimm samræðum við mismunandi notendur?)  . --Friðrik Bragi Dýrfjörð 20:03, 10 ágúst 2007 (UTC)
Þetta er alveg rétt sem þú segir, að uppfylla skilyrði um handahófskenndan tíma og breytingafjölda segir út af fyrir sig ekkert. En það eru samt nokkur atriði sem mér finnst rétt að hafa í huga. Í fyrsta lagi, þótt engin svona skilyrði gulltryggi neitt, þá er hægt að auka líkurnar á að maður sjái hvaða mann viðkomandi notandi hefur að geyma. Í öðru lagi er tíminn og breytingafjöldinn ekki alveg handahófskenndur, þótt hann sé það að miklu leyti (líka núverandi skilyrði fyrir kosningarétti); hann er tilraun reyndra notenda til að finna jafnvægi milli þess að gera nógu litlar kröfur og þess að hafa gagnleg skilyrði sem duga til að sigta út bæði skemmdarvarga og þursa. Þetta er auðvitað svolítið handahófskennt en samt ekki eins og þetta séu fundið út með einhverjum random condition generator  . Í þriðja lagi, af því að ég nefndi þursa auk skemmdarvarga, þá finnst mér einmitt hvað mikilvægast að þeir sem hafa þessi réttindi, þessi aukatól, geti starfað með öðrum. Við viljum varla sitja uppi með möppudýr, kannski fleiri en eitt, sem er fljótfært, ómálefnalegt, þrjóskt, dónalegt. Möppudýr þurfa að vera fyrirmyndarnotendur í þessum skilningi en ekki endilega í þeim skilningi að þau framleiði úrvalsgreinar á færibandi o.s.frv. — til þess þarf ekki möppudýr. Að lokum mætti alveg gera sömu kröfur til frambjóðenda og til kjósenda en þá mætti líka taka fram að það sé gert. Umræðan hér sýnist mér hafa orðið til af því að formlega eru engin skilyrði sem frambjóðendur þurfa að uppfylla. Persónulega finnst mér allt í lagi líka að gera aðeins meiri kröfur (t.d. tvo mánuði og 200 breytingar) en það er svo sem ekkert aðalatriði í mínum huga. Kröfurnar mega að sjálfsögðu ekki vera of miklar en þær mega þó alveg vera einhverjar. Það liggur jú engum svo mikið á að geta boðið sig fram sem möppudýr (og okkur liggur ekki það mikið á að fá fleiri möppudýr í hópinn). Það er hárrétt hjá þér að það ætti að brýna fyrir kjósendum að kynna sér vel frambjóðendur en það er vel hægt að gera hvort tveggja. Skilyrði af þessu tagi og slík hvatning útiloka engan veginn hvort annað. --Cessator 20:44, 10 ágúst 2007 (UTC)
Hvað með að setja sömu lágmarkskröfur um bæði frambjóðendur og kjósendur til að byrja með allavega? Svo getum við skrifað einhverja klausu um hvernig kjósendur ættu að bera sig til þess að tryggja að þurs verði ekki möppudýr. Svo er sjálfsagt að ræða auknar kröfur síðar, ef hægt er að finna ástæður fyrir því.   Til að byrja með höfum við þá allavega einhver skilyrði um hver getur boðið sig fram. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:00, 10 ágúst 2007 (UTC)
Ég fellst á það fyrir mitt leyti alla vega. --Cessator 22:07, 10 ágúst 2007 (UTC)
Já, ég hallast þá meira að 3 mánuðum. --Stefán Örvarr Sigmundsson 08:12, 10 ágúst 2007 (UTC)

Systirverkefni Möppudýr?Breyta

Ég er stjórnandi á Wikibókunum, og hef verið síðan september. Verðum við möppudýr líka? --Ís201 20:39, 9 ágúst 2007 (UTC)

Nei. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 20:41, 9 ágúst 2007 (UTC)

Flott. --Ís201 20:50, 9 ágúst 2007 (UTC)

Verður ekki bara hvert verkefni að ákveða það fyrir sig? --Cessator 00:48, 10 ágúst 2007 (UTC)
Jú helda það. Annars finnst mér ágæt hugmynd að sameina þetta. --Baldur Blöndal 01:35, 10 ágúst 2007 (UTC)
Það er bara varla að það taki því af því að sum verkefnin eru svo smá í sniðum. Á wikiquote eru núverandi stjórnendur allir möppudýr líka en það hefur ekki farið fram nein umræða um að sameina þetta formlega og sennilega ekki mikil þörf á því. --Cessator 01:41, 10 ágúst 2007 (UTC)
Hin verkefnin eru auðvitað smá, satt er það- en wikiorðabókin er að stækka. Beygingartöflurnar þar eru mjög flottar og ég nota þær mikið þegar ég er að vinna að ensku Wikionary. --Baldur Blöndal 01:45, 10 ágúst 2007 (UTC)
Já en líka smá hvað varðar fjölda notenda. --Cessator 01:52, 10 ágúst 2007 (UTC)

Á Wikibókunum, það er 11 stjórnendur og 2 (eða 3) möppudýr, og Wikibækur verkefni er að sýna activity :) sko, ég sé ekkert mál að gera alla sem möppudýr á öðrum verkefnum. --Ís201 05:03, 10 ágúst 2007 (UTC)

Það verða samt notendur á hverju verkefni fyrir sig að ákveða. Við ákveðum það ekki hér. --Cessator 05:18, 10 ágúst 2007 (UTC)

Fyrsta málsgreininBreyta

Ég legg til að við breytum:

Möppudýr á Wikipedia eru þeir sem hafa svokölluð möppudýraréttindi, það er stefna íslensku Wikipediu...

Í:

Möppudýr, einnig þekkt sem stjórnendur, á Wikipedia eru þeir sem hafa svokölluð möppudýraréttindi, það er stefna íslensku Wikipediu...

eða eitthvað í þeim dúr. Í bókstaflegum skilningi þá höfum við enn stjórnendur. Ég lagði líka til þess að "Wheel war" yrði kallað "stjórnendastríð", en það passar ekki nema að "stjórnandi" sé einnig samþykkt heiti. --Stefán Örvarr Sigmundsson 21. nóvember 2007 kl. 15:26 (UTC)

"Möppudýrastríð" hljómar undarlega. --Stefán Örvarr Sigmundsson 21. nóvember 2007 kl. 15:27 (UTC)
Þurfum við yfirleitt sérstakt hugtak fyrir það þegar möppudýr deila? Er það svo algengt? --Bjarki 21. nóvember 2007 kl. 17:15 (UTC)
Sammála Bjarka, sennilega dugar „breytingastríð“. --Cessator 21. nóvember 2007 kl. 17:21 (UTC)
Jú, það er svo sem rétt. Breytingastríð er breytingastríð hvort sem um ritstjóra (venjulega notendur) eða möppudýr er að ræða. En hins vegar er það fleira en bara "breytingar" sem að möppudýr geta deilt um, eins og bönn og verndanir. En það má svo sem setja þetta undir sama hattinn, einhvern veginn. --Stefán Örvarr Sigmundsson 21. nóvember 2007 kl. 18:05 (UTC)
Ég held reyndar að það sé ekkert sniðugt að kalla nokkrar deilur notenda hér „stríð“. Í stríðum beita þátttakendur ofbeldi og eru ekki mikið að ræða saman. Við viljum þvert á móti að það sé leyst úr ósætti á Wikipediu með rökræðum og málamiðlunum.--Bjarki 21. nóvember 2007 kl. 18:42 (UTC)
Ja í edit-war þá er enginn að ræða saman heldur stanslaust takandi til baka breytingar hvers annars, og oft með munnlegt ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi myndi örugglega fylgja með ef það væri hægt á wiki. --Stefán Örvarr Sigmundsson 22. nóvember 2007 kl. 17:45 (UTC)
En Breytingadeilur hljómar ágætlega held ég. --Stefán Örvarr Sigmundsson 22. nóvember 2007 kl. 17:47 (UTC)

Réttindin tekin afturBreyta

Ég legg til að möppudýraréttindin verði tekin af þeim notendum sem eru ekki virkir, og skilaboð sett um að það hafi verið gert á spjallsíðu þeirra. Ef þeir koma aftur geta þeir af sjálfsögðu fengið þau aftur. Ég tel góða skilgreiningu á óvirkum notanda vera notandi sem hefur ekki verið virkur í yfir ár. Notandi:EinarBP og Notandi:Sindri hafa hvorugir verið virkir síðan 2006 svo ég tel þá ekki virka notendur lengur. --Stefán Örvarr Sigmundsson 28. febrúar 2008 kl. 20:22 (UTC)

Þetta hefur tíðkast á stærri wiki síðum vegna öryggisástæðna og fleira svo ég sé enga ástæðu fyrir því afhverju við ættum ekki líka að gera þetta. Þvert á móti þá er hægt að finna mjög góð rök fyrir því afhverju við ættum að gera þetta. Ég legg til að það sé lögð skilaboð inn á spjall sem flestra möppudýra, og ef þau svara ekki innann ákveðins tíma (ein eða tvær vikur) þá séu möppudýraréttindin tekin af þeim. --Steinninn 28. febrúar 2008 kl. 20:36 (UTC)
Væri ekki sniðugara að skrifa á spjallinu "Yo what up, þið hafið ekki verið virkir lengur þannig að við tökum réttindin af ykkur, en ef þið byrjið aftur að bæta við Wikipediuna þá minnist þið bara á það hér og við veitum ykkur réttindin aftur". Annars skiptir þetta ekkert svo miklu máli, ef við tökum réttindin ekki af þeim sem eru ekki virkir þá... gerist... ekkert? --Baldur Blöndal 28. febrúar 2008 kl. 20:46 (UTC)
Sindri á eina breytingu í apríl 2007, er þá innan við ár frá því að hann var virkur eða hvernig virkar þetta? --Cessator 28. febrúar 2008 kl. 20:51 (UTC)
Reyndar var þetta bara breyting á notandasíðunni hans, telst það nokkuð með? Annars viljum við ekki safna óvirkum notendum á listann er það? --Stefán Örvarr Sigmundsson 28. febrúar 2008 kl. 20:57 (UTC)
Tja, ef ekki er nánar kveðið á um hvers konar breytingar þarf og hversu margar, þá hefði maður haldið að síðasta breyting — sama hver hún er — yrði að vera 1 árs eða eldri til að notandinn teldist óvirkur. Þess vegna spyr ég: eru þetta bara breytingar á greinum í aðalnafnrými eða eru breytingar í Wikipedia-nafnrýminu líka gildar? Hvað með nafnrýmið Hjálp eða Snið? Og hversu margar breytingar þarf? Er nóg að hafa eina 5 mánaða gamla breytingu og svo ekkert annað í meira en ár eða hvar eru mörkin? --Cessator 28. febrúar 2008 kl. 21:00 (UTC)E
Við þurfum ekkert að über-skilgreina óvirkan notanda, bara svona sirka þetta út. --Stefán Örvarr Sigmundsson 28. febrúar 2008 kl. 21:04 (UTC)
Þú getur verið óvirkur notandi þó svo að þú uppfærir notandasíðua þína öðru hvoru. --Stefán Örvarr Sigmundsson 28. febrúar 2008 kl. 21:08 (UTC)
Vissulega! Þú getur líka haft 3 tveggja vikna gamlar breytingar á grein og samt verið óvirkur. Ég held að það sé betra að hafa bara skýr viðmið áður en við sviptum notendur réttindum. Það væri langsamlega einfaldast að taka bara til greina öll nafnrými og ef síðasta breytingin er innan við árs gömul, þá er viðkomandi bara innan marka. En annars væri enn betra ef hægt væri að lokka þessa ágætu notendur aftur og virkja þá á nýjan leik. --Cessator 28. febrúar 2008 kl. 21:10 (UTC)
Jújú, get alveg fallist á að hafa það öll nafnsvæðin. Þá er EinarBP úr leik í þessari lotu og Sindri hefur um 2 mánuði til að gera breytingu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 28. febrúar 2008 kl. 21:14 (UTC)

Notkun á möppudýratólum er kannski betri mælikvarði á virkni stjórnenda. Ég kíkti á aðgerðaskrárnar hjá möppudýrunum og skráði niður hvenær þau notuðu síðast tólin:

 • Svavarl 30.3.2005
 • Sindri 8.12.2005
 • EinarBP 6.5.2006
 • Spm 11.5.2006
 • Heiða María 5.9.2006
 • Krun 12.11.2006
 • Nori 30.8.2007
 • Sterio 28.9.2007

Við gætum haft þetta þannig að þegar notandi hefur ekki gert neina breytingu í sex mánuði eða ekki notað möppudýratól í eitt ár þá fái hann fyrirspurn á spjallsíðu (og í tölvupósti ef hann býður upp á það) um hvort að hann vilji halda í réttindin. Ef hann hefur ekki áhuga á því eða svarar ekki innan ákveðins tíma þá sé hann sviptur möppudýrinu. --Bjarki 28. febrúar 2008 kl. 21:33 (UTC)

Ég er sammála Bjarka, notkun á möppudýratólum er réttur mælikvarði og 6 mánuðir hæfilegur dvali möppudýrs. Ef engin viðbrögð koma við tölvupósti til viðkomandi innan t.d. 2ja vikna, verða réttindin tekin af honum. Hann getur að sjálfsögðu óskað efir að fá þau aftur, sem ætti að verða auðsótt mál ef hann sýnir áhuga í verki um að hann ætli að bæta wikipediu. Thvj 28. febrúar 2008 kl. 21:40 (UTC)
Styð það. --Stefán Örvarr Sigmundsson 28. febrúar 2008 kl. 21:45 (UTC)
Hljómar skynsamlega --Jabbi 28. febrúar 2008 kl. 22:01 (UTC)
Ok, en reynum endilega að hvetja þau til að koma aftur og minnum á að það séu enn fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem bíða úrlausna hér. Það er miklu betra að vekja blundandi dýr úr dvala en að fækka á listanum yfir möppudýr. --Cessator 29. febrúar 2008 kl. 05:32 (UTC)
Þannig séð þá er engin sérstök ástæða fyrir eyðingu réttinda; það er ekki eins og við þurfum að borga mánaðarlega fyrir hvert möppudýr eða eitthvað því um líkt. Kannski þegar manneskja er búin að vera fjarverandi frá Wikipediu í 6 ár eða eitthvað þá er líklegt að viðkomandi komi ekki aftur en við gætum alveg eins leyft þessu fólki að hafa möppuréttindin en bætt þeim í töflu sem á stendur "Óvirk möppudýr", þannig að þau geti byrjar aftur hvenær sem þau vilja. --Baldur Blöndal 29. febrúar 2008 kl. 07:43 (UTC)
Að safna möppudýraréttindum brenglar tölfræðina sem haldin er. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. febrúar 2008 kl. 07:46 (UTC)
Ó ég vissi það ekki, áttu við tölfræðina sem telur hve mörg möppudýr eru virk þá? Það væri í því tilviki mögulega hægt að telja óvirku möppudýrin ekki með, en að leyfa þeim samt að halda réttindunum. --Baldur Blöndal 29. febrúar 2008 kl. 08:08 (UTC)
Hún er sjálfvirk. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. febrúar 2008 kl. 08:13 (UTC)
Hvað er í húfi? Það er að segja, hvernig skekkir það sýn okkar á íslensku wikipediuna að tölfræðin sýni x mörg möppudýr þótt x-8 séu virk? --Cessator 29. febrúar 2008 kl. 08:24 (UTC)
Ekkert þannig séð. Nema bara tilgangur tölfræðinnar minkar. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. febrúar 2008 kl. 08:29 (UTC)
Þessi tölfræði skiptir svosem engu máli. Helstu rökin fyrir því að óvirkir notendur hafi ekki möppudýrsréttindi held ég að séu að fólk sem er að leita að aðstoð reyni ekki að tala við möppudýr sem er löngu hætt afskiptum af verkefninu. Svo er það líka bara öryggisspurning að þessi völd séu ekki á fleiri notendanöfnum en þörf krefur. Annars finnst mér þetta ekkert stórmál, þess vegna legg ég til þessi skilyrði sem eru að mér finnst afskaplega hófleg. Commons og Meta eru mikið strangari og krefjast talsverðrar virkni af sínum stjórnendum. --Bjarki 29. febrúar 2008 kl. 09:53 (UTC)
Jamm. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. febrúar 2008 kl. 10:06 (UTC)
Mér finnst báðar hugmyndir ágætar. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. febrúar 2008 kl. 09:39 (UTC)
Oh the humanity :) --Baldur Blöndal 29. febrúar 2008 kl. 09:37 (UTC)
4 möppudýr (þ.m.t. Bjarki sjálfur) styðja tillögu Bjarka! Hins vegar væri sjálfsögð kurteisi að senda fyrst tilkynningu á öll möppudýr að ný viðmið um virkni yrðu notuð framvegis. Thvj 29. febrúar 2008 kl. 14:08 (UTC)
Ég er líka sammála, svo það eru komin 5 möppudýr. Og nei, við erum ekki að borga óvirkum möppudýrum, en þar sem þetta tíðkast á öðrum verkefnum sökum öryggisástæðna þá er best að gera þetta líka. Sjá: Commons:Commons:Administrators/De-adminship --Steinninn 29. febrúar 2008 kl. 15:16 (UTC)
Já ok, sagði það bara í gríni. =) Er þetta þá bara gert sökum tölfræðinnar? Vegna þess að sakar ekkert að halda óvirkum notendum sem möppudýrum er það nokkuð? Annars, ef þið endilega verðið að taka réttindin af þessu fólki þá verður það að vera einfalt að veita þeim þau aftur. --Baldur Blöndal 29. febrúar 2008 kl. 15:41 (UTC)
Já, ég talaði um það strax í byrjun að þau þyrftu einfaldlega að byðja um réttindin aftur. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. febrúar 2008 kl. 16:04 (UTC)
Já ok, þá er þetta ekkert stórmál. Ég er alveg samþykur þessu. --Baldur Blöndal 5. mars 2008 kl. 22:13 (UTC)

Eftir ábendingu sem ég fékk frá Steina þá legg ég bara í það og sendi fólki skilaboð á spjallsíður þeirra. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. mars 2008 kl. 21:15 (UTC)

Mér finnst þetta ekki alveg tímabært. Það er enn ýmislegt óljóst. Á sniðinu snið:óvirkt möppudýr kemur t.d. fram að ef viðkomandi vilji fá réttindin aftur seinna sé það "minnsta mál". En þetta liggur ekki ljóst fyrir. Ætlum við að skuldbinda okkur til að veita fyrrverandi möppudýri réttindin umsvifalaust aftur ef viðkomandi biður um þau? Eða þarf þá að fara fram kosning eins og alltaf? Hverju erum við að lofa nákvæmlega? Og gildir það þá bara um þessi tilteknu möppudýr sem hafa misst réttindin vegna þess að þau lágu í hýði, ef svo má að orði komast, eða verður þetta framvegis reglan um óvirk möppudýr sem hafa misst réttindin eða um öll fyrrverandi möppudýr, líka þau sem hafa sagt af sér? Eða hvernig virkar þetta nákvæmlega? Það væri best að hafa þetta allt á hreinu fyrst. --Cessator 5. mars 2008 kl. 22:31 (UTC)
Er það ekki minnsta mál? Ég tók það fram í byrjun að þeir fengu þau aftur ef þeir bæðu um þau, og BiT var allavega sammála því. Hverju erum við að lofa nákvæmlega, bara því sem að við segjum, þú færð réttindin aftur. Þetta snertir ekki þá sem hafa sagt af sér. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. mars 2008 kl. 22:37 (UTC)
Tja, já, það er rétt, þú sagðir að „[e]f þeir koma aftur geta þeir af sjálfsögðu fengið þau [réttindin] aftur“ en ég sé ekki að í þessari yfirlýsingu felist neitt um hvernig að því verði staðið og þess vegna spyr ég hvort það eigi að gerast sjálfkrafa eða í gegnum kosningu (eins og venjulega). BiT var vissulega sammála, en ég tók því bara ekki sem svona almennu samþykki um hvernig við ættum að bera okkur að enda umræðan verið svolítið kraftlaus og óhnitmiðuð. En málið er að þetta hefur allt verið svolítið laust í reipunum frá upphafi. Það var talað um að það þyrfti ekki að „über-skilgreina“ hlutina (hvað svo sem það er) og það væri nóg að „sirka út“ óvirk möppudýr o.s.frv. allt til þess að brengla ekki tölfræðina. Mér finnst bara að það mætti liggja ljósar fyrir hvað við erum að gera. Og þá er einfaldara að gera það. --Cessator 6. mars 2008 kl. 04:39 (UTC)
Mér finnst við vera komin út í of mikil smáatriði. Athugum hvað setur eftir 2 vikur. --Steinninn 5. mars 2008 kl. 22:39 (UTC)
Þeir sem að fengu réttindin standast enn þær kröfur sem gerðar eru til möppudýra, og hafa sýnst traustsins verðug. Ef þú verður virkur aftur þá ertu ekki aftur á byrjunarreit. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. mars 2008 kl. 22:40 (UTC)
Þetta á bara við þá sem að fengu þetta snið og þeir sem fá þetta snið eru óvirk möppudýr. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. mars 2008 kl. 22:42 (UTC)
Það sem að vantar hinsvegar er að skrifa eitthvað á síðuna um þetta. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. mars 2008 kl. 22:43 (UTC)
Þetta eru bara alls engin smáatriði. Þetta spurning um að hafa atriðin – stór eða smá – skýr. Það er líka mikilvægt að það liggi ljóst fyrir að það sé samkomulag um að gera það sem verður gert og það virðist vera í þessu tilviki, nema hvað liggur einmitt ekki ljóst fyrir að tillaga hafi hlotið samþykki ef það er ekki skýrt hvað í henni felst; þá gæti einn verið að lýsa yfir samþykki við því sem hann heldur að felist í tillögunni og annar við því sem hann heldur að felist í henni o.s.frv. Og þessi tillaga mætti vera aðeins skýrari. Það er allt og sumt sem ég er að benda á. --Cessator 6. mars 2008 kl. 04:39 (UTC)
Við skulum þá segja sem svo að þetta sé ekki formlega komið í gang enn. Það kemur til dæmis ekki fram á síðunni að þú getir misst réttindin fyrir ósómasamlega hegðun, við ættum kannski að bæta einhverju við þar líka. --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 11:12 (UTC)
Ég hendi inn umræðuliðum hér fyrir neðan til að þetta geti verið formlega ákveðið. --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 11:29 (UTC)

TíminnBreyta

Eru menn almennt sammála að sniðið sé sett á spjall síður óvirkra möppudýra eftir að hafa verið óvirkt í 6 mánuði eða ekki notað möppudýratólin í 6 mánuði? Vill einhver ræða það frekar? --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 11:29 (UTC)

Í tillögunni að ofan var talað um að hafa ekki gert breytingu (væntanlega í hvaða nafnrými sem er) í sex mánuði eða ekki notað tólin í eitt ár. --Cessator 6. mars 2008 kl. 18:10 (UTC)
Mér finnst líka að það ætti kannski að vera hægt að boða forföll. Það er eitt að hætta afskiptum að verkefninu og hafa ekki áhuga á því lengur, það er annað að vera ekki í netsambandi í 7 mánuði vegna veru sinnar í Nepal. --Cessator 6. mars 2008 kl. 18:13 (UTC)
Já, það er góður punktur. Það ætti að vera hægt að boða fjarveru. En hvað ef notandinn kemur svo ekki aftur? Ætti að setja einhvern ákveðinn tíma sem ekki er hægt að fara yfir? --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 18:19 (UTC)
Tja, ég veit það ekki. --Cessator 6. mars 2008 kl. 18:25 (UTC)
En núna nota ég t.d. möppudýrstólin ekki oft. Ég nota þau bara þegar ég sé að það þurfi að nota þau en oftast er einhver annar búinn að gera það á undan mér. --Baldur Blöndal 6. mars 2008 kl. 19:16 (UTC)
Já, það er einmitt ekki gott að neyða möppudýr til þess að færa síður fram og til baka að óþörfu bara svo þau séu nú örugglega að nota tólin. Kannski er betra að miða einungis við að viðkomandi hafi verið virkur notandi. --Cessator 6. mars 2008 kl. 19:19 (UTC)
Það þarf ekkert að neyða neinn. Það kemur frekar oft að það þurfi að gera eitthvað sem krefst þessara réttinda og því stærra sem að verkefni verður, því fleirri þarf að banna og annað. Ef að möppudýr á annað borð þurfa ekkert að nota þessi tól þá er spurning hvort að þau ættu í raun að vera möppudýr. --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 19:30 (UTC)
Það er mjög þægilegt að VERA möppudýr og að GETA notað þessi tól þegar þess gefst færi, en ég nota þau bara þegar ég sé að þeirra sé þörf. --Baldur Blöndal 6. mars 2008 kl. 19:37 (UTC)
En það er líka öryggisatriði að það sé nóg af virkum notendum með þessi réttindi, jafnvel þótt þeir noti ekki allir réttindin mjög mikið. Það getur samt verið að einn daginn verði gerð skemmdarverk, kannski um miðja nótt þegar fáir eru að vinna í Wikipediu, og þá eru meiri líkur á að hægt sé að koma í veg fyrir miklar skemmdir ef fleiri virkir notendur hafa réttindin, því þá eru meiri líkur á að a.m.k. eitt möppudýr sé að vinna í einhverju. Taktu BiT sem dæmi, hann segist sjaldan nota réttindin en það er traustvekjandi að vita að hann hefur þau. --Cessator 6. mars 2008 kl. 19:39 (UTC)
Ég skil alveg hvað þú ert að fara og þetta er svo sem rétt hjá þér. Eigum við þá að sleppa þessu með tólin í eitt ár og miða bara við þessa sex mánuði, án fyrirboða? --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 19:43 (UTC)
Án fyrirboða? Er ekki rétt að hafa fyrirboða eins og upphaflega stóð til? Eftir 6 mánuði væri hægt að skella sniðinu á spjall viðkomandi og bíða svo í 2 vikur... --Cessator 6. mars 2008 kl. 19:47 (UTC)
Þú misskilur mig. Ég meinti að þeir missa stöðuna án þess að láta vita. --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 19:54 (UTC)
Já áttu við ef þeir láta ekki vita um fjarveru sína? ...já. --Cessator 6. mars 2008 kl. 20:00 (UTC)
Ef þetta er lendingin lítur listinn út svona:
 • Svavarl
 • Sindri
 • EinarBP
 • Spm
 • Heiða María
 • Krun
 • Nori
 • Sterio
Óháð því hvort viðkomandi hefur svarað eða ekki. --Cessator 12. mars 2008 kl. 13:26 (UTC)

Að fá réttindin afturBreyta

Eiga notandur sem hafa verið möppudýr en misstu réttindin vegna þess að þau voru óvirk rétt á því að fá þau, ef þeir byðja um þau, aftur ef þau skyldu snúa aftur? --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 11:29 (UTC)

Að sækja um réttindin afturBreyta

Ég tel að það þurfi ekki kosningu. Fyrirverandi möppudýr geta bara sótt um á þessari síður og sá sem gerir notandan að möppudýri lætur bara vita. --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 11:32 (UTC)

Þar sem að ég hef nú bætt við í töfluna ástæðu þá verður auðveldara að sjá hverjir misstu réttindin vegna þess að þeir voru óvirkir. --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. mars 2008 kl. 13:10 (UTC)

NiðurstaðaBreyta

Ég bað um það í kvöld á Meta-Wiki að þrír notendur hér yrðu sviptir möppunni og það vhefur nú verið framkvæmt. Það voru allt óumdeild tilfelli, notendur sem hafa ekki gert neina breytingu í meira en ár og svöruðu ekki skilaboðum á spjallsíðu eftir tæpa tvo mánuði. Ég sé hinsvegar að þessi umræða hér var ekki alveg kláruð. Flestir virðast vera sammála um að setja einhverja reglu varðandi þetta en ýmsar hugmyndir eru í gangi varðandi útfærsluna á þessu. Ég legg til eftirfarandi:

 1. Möppudýr sem hafa verið óvirk í heilt ár fá fyrirspurn inn á spjallsíðu sína um hvort að þau vilji halda réttindunum.
 2. Með óvirkni er átt við möppudýr hafi ekki gert neina breytingu og ekki framkvæmt neina aðgerð.
 3. Ef möppudýr sýnir engin viðbrögð við fyrirspurninni innan eins mánaðar þá missir það réttindin.
 4. Möppudýr sem missa réttindin samkvæmt þessari reglu geta alltaf beðið um þau aftur ef þau vilja síðar gerast virkir þátttakendur á ný.

Er sátt með þetta? --Bjarki 2. maí 2008 kl. 03:45 (UTC)

Það held ég bara. --Stefán Örvarr Sigmundsson 2. maí 2008 kl. 03:58 (UTC)
Flott. --Steinninn 2. maí 2008 kl. 06:24 (UTC)

Fyrrverandi möppudýrBreyta

Það er kannski við hæfi að bæta skýringu í töfluna um það afhverju möppudýrið hætti. --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 00:10 (UTC)

Góð hugmynd. --Steinninn 6. mars 2008 kl. 19:16 (UTC)
Já, mér finnst það líka. --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 19:31 (UTC)

ListinnBreyta

Ég legg til að við blöndum ekki saman nöfnum notenda og notandanöfnum, það er bara ruglandi. Notumst bara við notandanöfnin. --Stefán Örvarr Sigmundsson 1. maí 2008 kl. 21:30 (UTC)

Er einher á móti því að ég breyti og skipti yfir í notandanöfn? Það ætti ekki að rugla saman sérnöfnum og notandanöfnum á svona lista því það veldur bara ruglingi. Svo er líka auðveldara að muna notandanöfn, finnst mér persónulega. --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. maí 2008 kl. 17:35 (UTC)
Já, breyttu þessu bara. --Cessator 3. maí 2008 kl. 18:26 (UTC)
Búinn. Afsakið klúðrið hjá mér. --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. maí 2008 kl. 20:18 (UTC)

Ég segi af mér sem möppudýrBreyta

Í ljósi þess að ég hef ekki gert neina breytingu á Wikipedia í eitt ár og hef ekki notað möppudýrsréttindin í yfir tvö ár segi ég hér með af mér sem möppudýr. Ég er þeirrar skoðunar að aðeins virkir notendur ættu að vera með þessi réttindi. Þetta var mjög gaman á sínum tíma og mun ef til vill gera littlar breytingar hér og þar. Einnig var ég að rifja upp að enn er mikið eftir að gera á Wikivitnun, og gæti verið að ég lífgi aðeins uppá það. Takk. Humm... hvernig skrifar maður aftur undir... já... --Steinninn 21. janúar 2011 kl. 00:52 (UTC)

Það þarft ekki endilega að fjarlægja réttindin ef þú skyldir líta við síðar meir — annars segi ég bara takk fyrir samvinnuna og gangi þér vel   leitt að missa gott möppudýr. --バルドゥル 21. janúar 2011 kl. 15:25 (UTC)
Setti beiðni um að fjarlægja möppudýrsréttindi Notandans Steininn á meta og nú er búið að fjarlægja þau. Betra seint en aldrei.--Snaevar 18. janúar 2012 kl. 22:57 (UTC)

Að veita möppudýrsréttindiBreyta

Mér sýnist formskilyrðum þess að Bragi H hljóti möppudýrstign vera útfyllt. Ég kann hins vegar ekki að framkvæma það. Get ég það einu sinni? --Jabbi (spjall) 16. október 2012 kl. 17:24 (UTC)

Já, þú getur það. Hérna á eftir eru smá leiðbeiningar.

 1. Farðu inn í framlög Braga H
 2. Beint undir fyrirsögninni Framlög notanda er tengilinn "breyta notendaréttindum". Smelltu á hann.
 3. Hakaðu við stjórnandi og möppudýr og staðfestu.--Snaevar (spjall) 16. október 2012 kl. 17:34 (UTC)

Inactive usersBreyta

 1. User:Stefán Örvar Sigmundsson
 2. User:Ævar Arnfjörð Bjarmason
 3. User:Oddurv
 4. User:Thvj
 5. User:Jóna Þórunn
 6. User:Hlynz
 7. User:Jóhann Heiðar Árnason
 8. User:Cessator
 9. User:BiT
 10. User:Navaro
 11. User:Friðrik Bragi Dýrfjörð

Hello all. As per Wikipedia:Möppudýr#Óvirk möppudýr, the listed users should have their +sysop rights removed. Is there any administrative process to file for a desysop discussion? --Minorax (spjall) 22. maí 2021 kl. 05:17 (UTC)

There is an process, yes. Inactive users need an notice before removal (on their talk page), then there is a wait time of one month. After that time, if the user has responded negatively or became active again then the request is not valid any more. There is no community discussion needed on it. I do not really have the time to act on these rn.--Snævar (spjall) 22. maí 2021 kl. 08:36 (UTC)
I can notify them later in English. --Minorax (spjall) 31. maí 2021 kl. 04:15 (UTC)
I'll notify them and put in a reminder on my calendar one month from now. --Bjarki (spjall) 31. maí 2021 kl. 08:00 (UTC)

langtímavargurBreyta

Allar breytingar og aðgerðir sem ég gerði á milli 8 og 9 eru vegna endurkomu langtímaskemmdarvargs. Ég er ekki að setja þetta fram með augljósum hætti því slíkir aðilar fylgjast nokkuð vel með og af sömu ástæðu er þessi þráður hérna en ekki á pottinum. Ég set ekki viðvaranir á langtímavarga vegna en:WP:DENY. Vargurinn er þekktur undir notendanafninu George Reeves.--Snævar (spjall) 4. maí 2022 kl. 08:47 (UTC)

Fara aftur á verkefnissíðuna „Möppudýr“.