Wikipedia:Grein mánaðarins/10, 2015

Teikning af Hannibal tekin úr bók þýska fræðimannsins Theodor Mommsen.

Hannibal (247-183 eða 182 f.Kr.) var hershöfðingi frá Karþagó. Hann stjórnaði her Karþagómanna í öðru púnverska stríðinu og vann marga sigra á Rómverjum. Hannibal er af mörgum talinn einn mesti herforingi sögunnar. Hann lifði á tímum spennu í Miðjarðarhafinu þar sem Rómaveldi var rísandi norðan megin við Miðjarðarhafið á meðan Karþagó var rísandi sunnan megin við það. Bæði veldin börðust fyrir yfirráðum Miðjarðarhafsins. Í öðru púnverska stríðinu tók Hannibal her frá Íberíuskaganum yfir Pýreneafjöllin og Alpana, til Norður-Ítalíu.

Eftir frægustu orrustur hans, við Trebiu, Trasimene og Cannae, tók hann næst stærstu borg Ítalíu, Capua, en gat ekki ráðist á sjálfa Rómaborg því her hans var ekki nógu sterkur. Hann hafði her sinn í Ítalíu í áratug og Karþagómenn pirruðust yfir ákvörðun hans að ráðast ekki á Rómaborg. Rómversk innrás inn í Norður-Afríku neyddi Hannibal til að taka her sinn aftur til Karþagó þar sem hann var sigraður í orrustunni við Zama. Karþagómenn neyddust til að senda hann í útlegð. Eftir langa útlegð þar sem hann var ráðgjafi fáeinna manna, þar á meðal Antiokkosar þriðja, voru Rómverjarnir komnir á hæla hans og hann framdi sjálfsmorð frekar en að gefast upp fyrir Rómverjunum.