Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2009

Jónsmessubál við eyna Seurasaari nálægt Helsinki.
Jónsmessubál við eyna Seurasaari nálægt Helsinki.

Finnland er eitt Norðurlandanna í norðanverðri Evrópu. Landið liggur að tveimur flóum úr Eystrasalti, Helsingjabotni í vestri og Kirjálabotni í suðri. Það á einnig landamæri að Svíþjóð í vestri, Noregi í norðri og Rússlandi í austri. Álandseyjar eru undir finnskri stjórn en njóta víðtækrar sjálfstjórnar. Finnland er stundum nefnt Þúsundvatnalandið. Finnland er í Evrópusambandinu og er eina Norðurlandaþjóðin sem hefur tekið upp evruna sem gjaldmiðil.