Wikipedia:Grein mánaðarins/06, 2015

Fáni Skotlands

Sjálfstæði Skotlands er ósk nokkurra stjórnmálaflokka, samtaka og einstaklinga eftir því að Skotland verði sjálfstætt land að nýju. Staðan í dag er sú að Skotland er þjóð innan hins sameinaða konungsríkis Bretlands, ásamt Englandi, Wales og Norður-Írlandi, sem nýtur ákveðinna rétta samkvæmt stjórndreifingarkerfi. Skotland hlaut núverandi stöðu sína við sambandslögin 1707.

Skotland hefur sjálfsstjórnarrétt á ákveðnum löggjafarsviðum, til dæmis menntun, heilbrigði og skattamálum. Skoska þingið var stofnað á ný árið 1999 þegar fyrstu kosningarnar voru haldnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands var haldin árið 2014, en þá kusu 55,3 % Skota að vera áfram meðlimir Bretlands, á móti 44,7 % þeirra sem græddu atkvæði fyrir sjálfstæði. 84,5 % kjósenda tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.