Charing Cross
Charing Cross er hnútapunktur í Mið-London þar sem Strand, Whitehall og Cockspur Street koma saman og er sá miðpunktur sem er notaður til að mæla fjarlægðir frá London.
Charing Cross er sunnan megin við Trafalgar Square í Westminster og dregur nafnið sitt af Eleanorkrossi sem var rifinn árið 1647 en þar stendur nú stytta af Karli 1. á hestbaki. Charing Cross var upprunulega þorp sem hét Charing en er nú umlukið og runnið saman við London, og því ekki lengur til sem slíkt. Stór lestarstöð er í Charing Cross og þaðan er hægt að ferðast með lestum til suðvesturhluta Englands.