Háskólinn í York

(Endurbeint frá University of York)
Um kanadíska skólann, sjá York-háskóla.

Háskólinn í York er háskóli í borginni York á Englandi. Hann var stofnaður árið 1963 en samanstendur af yfir þrjátíu deildum og rannsóknamiðstöðvum. Háskólinn í York hefur verið dæmdur 7. besti háskólinn í heimi yngri en 50 ára (og besti yngri en 50 ára á Bretlandi).[1] Ásamt London School of Economics er hann eini breski háskólinn sem hefur einhvern tíma ýtt Oxford-háskóla í annað sæti í listanum yfir bestu bresku háskólana en í fyrsta sæti er Cambridge-háskóli.[2] Háskólinn í York hefur sérstaklega strangar inntökukröfur fyrir grunnnám og hefur honum verið lýst sem „alvöru stofnun á heimsmælikvarða“.[3]

Central Hall, aðalbygging skólans

Námsmennirnir eru fjölbreyttir (yfir 41.000 nemendur sóttu um árið 2010/11) en koma margir þeirra úr útlöndum til að læra þar.[4] Við háskólann er stærra hlutfall nemenda úr ríkisskólum miðað við aðra háttsetta háskóla samkvæmt niðurröðun The Times.[5]

Háskólinn í York er staðsettur í suðausturhluta borgarinnar en háskólalóðin er um það bil 0,81 ferkílómetrar að flatarmáli. Á lóðinni er mikill trjágróður og dýralíf, ásamt nokkrum tjörnum. Háskólinn á líka nokkrar byggingar í miðborginni. Nemendur tilheyra einum af átta undirskólum (e. colleges), eins og hefðbundið er við háskólana í Oxford, Cambridge og Durham.[6] Árið 2007 fékk háskólinn leyfi til að stækka lóðina sína, en þar eru þrír undirskólar og þrjár deildir. Verið er að byggja níunda undirskóla.

Heimildir

breyta
  1. „THE 100 Under 50 university rankings: results | General“. Times Higher Education. Sótt 16. febrúar 2014.
  2. „The 2002 ranking – From Warwick“.
  3. „University of York is best in the north of England“. Sótt 16. febrúar 2014.
  4. „Planning Office, The University of York - Staff and student statistics“. York.ac.uk. Sótt 16. febrúar 2014.
  5. Profile: York University“, 1. júní 2009.
  6. „Colleges“. Háskólinn í York. Sótt 16. febrúar 2014.
   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.