Washington-samhljómurinn
Hugtakið Washington-samhljómurinn var fundið upp árið 1989 af enska hagfræðingnum John Williamson. Washington-samhljómurinn byggist upphaflega á tíu efnhagslegum umbótum sem alþjóðastofnanir bjóða þróunarlöndum. Umræðan um hugtakið hefur lengi verið umdeild. Að mörgu leyti vegna þess að að það vantar viðurkenningu á hvað er átt við með því og í ljósi þess að algengt er að hugtakið sé notað í víðarara samhengi.
Tilurð
breytaWilliamson vísar til tíu efnhagsstefna sem alþjóðastofnanir í Washington: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Alþjóðabankinn og Bandaríska fjármálaráðuneytið bjóða upp á sem forsenda fyrir efnhagslegum umbótun í þróunarlöndum. Á níunda áratugnum náðist samkomulag á milli ofangreindra alþjóðastofnanna og Rómönsku Ameríka um efnhagslega uppbyggingu. Rík áhersla var lögð á aðhald í ríkisfjármálum, einkavæðingu og freslun markaðarins.[1] Í umbótunum fólst efnhagslegur stöðugleiki sem lýsir sér í verðfestingu á gjaldeyri, opnun fjármálamarkaða með tilliti til viðskipta, fjárfestinga og stækkun markaðsafla í innlendum hagkerfum. Ýmsir fræðimenn hafa bent á að samvinnan hefur stuðlað að efnhagsuppgangi ýmissa nýiðnvædda landa (e. newly industrialised countries) á borð við Tævan, Suður-Kóreu, Singapúr og Hong Kong en eru þó skiptar skoðanir á því. Hugtakið átti upphaflega að sögn Williamson, að vísa til ofangreindar samþykktar á milli Alþjóðagjaldeyrsissjóðsins, Alþjóðabankans og Seðlabanka Bandaríkjanna um stefnu varðandi uppbyggingu efnahags í Rómönsku Ameríku.[2]
Washington-samhljómurinn í víðari samhengi
breytaHugtakið hefur síðan þá verið notað í mun víðara samhengi en lagt var af stað með í upphafi.[2] Ekki einungis í umræðunni um þróun og þróunaraðstöð, heldur einnig um verslun, viðskipti og hnattvæðingu. Upp úr 1990 hefur hugtakið oft verið notað sem almenn afstaða gagnvart frjálslyndum gildum þar sem litið er á ríkið sem hindrun fyrir þróun (stundum lýst sem nýfrjálshyggja). Þá er litið á regluverk ríkjanna sem hindrun fyrir flæði fjármagns bæði inn og úr úr ríkjum.
Ólík sjónarmið
breytaÍ alþjóðastjórnmálalegu samhengi birtist samband kapítalisma og hagfræði á skýran hátt í athöfnum „alþjóðasamfélagsins“ . Skiptar skoðanir hafa þó verið um áhrif efnahagslegu umbótanna. Sumir segja að umbæturnar hafi haft neikvæð áhrif á lífskjör hina verst settu en aðrir benda á að hún hefur verið tilraun til þess að bjarga hinu brotthætta efnahagskerfi heimsins.[3] Bent hefur verið á að Washington-samhljómurinn hefur verið ráðandi hugmynd „alþjóðasamfélagsins“. Þannig getur frjáls markaður leyst bæði efnahagsleg og félagsleg vandamál heimsins.[4]
Samkvæmt nýfrjálshyggjunni hafi markaðurinn átt að blómsta með aðgerðunum, því ágóðinn myndi skila sér til almennings um leið og hagvöxtur myndi aukast. Afstaðan hefur þó verið gagnrýnd og er hugtakið stundum notað til þess að sýna fram á að frjálshyggjan sem hafði skapast í alþjóðhagkerfinu endurspeglaði í raun hagsmuni Bandaríkjanna. Nóbelsverðulaunahafinn í hagfræði Joseph E. Stiglitz og fyrrum starfsmaður Alþjóðabankans hefur bent á að að mörg þróunarlönd hafi beinlínis verið neydd í aðlögunarstefnunna til þess opna markaði sína fyrir innflutum vörum frá efnahagslegri sterkari iðnríkjum. Afleiðingar þess hafi haft hörmulegar afleiðingar, bæði félagslegar og efnhagslegar.
Heimildir
breyta- ↑ Stiglitz, J. E. (2002). Globalization and Its Discontents. New York: W. W. Norton & Company.
- ↑ 2,0 2,1 Williamson, J. (2000). „What Should the World Bank Think about the Washington Consensus?“ The World Bank Research Observer, 15 (2):251–264.
- ↑ Thorbecke, Eric (2000). „The Evolution of the Development Doctrine and the Role of Foreign Aid“ í Finn Tarp (ritstj.), Foreign Aid and Development: Lessons Learnt and Directions for the Future. London: Routledge.
- ↑ Edelman, M. og Haugerud, A (2007a). „Introduction. The Anthropology of Development and Globalization“ í Marc Edelman og Angelique Haugerud (ritstjórar), The Anthropology of Development and Globalization: From Classical Political Economy to Contemporary Neoliberalism (bls. 5-17). Oxford: Blackwell.