Wacken er þorp í Þýskalandi, nánar tiltekið í Steinburg-héraði í Schenefeld-amti í Holtsetalandi. Þar búa um 1850 manns (31. desember 2007). Bæjarstjórinn heitir Axel Kunkel. Póstnúmerið er 25596 og svæðisnúmerið er 04827. Í grennd við þorpið er bærinn Itzehoe.

Kirkja Wacken.

Wacken er fyrst getið í heimildum árið 1148, en þar hafa fundist mun eldri mannvistarleifar.

Árið 1989 var þungarokkshátíðin Wacken Open Air haldin í fyrsta skipti og hefur verið haldin á hverju ári síðan. Hún er haldin fyrstu helgina í ágúst og er ein stærsta þungarokkshátíð heims, með yfir 80.000 gesti á ári. Síðan árið 2000 hafa Íslendingar sótt hana í hópum og íslensk þungarokksbönd spilað þar.

Tenglar breyta