Volkswagen
Volkswagen (þýska: Alþýðubíllinn, oft skammstafað sem VW) er þýskur bifreiðaframleiðandi staddur í Wolfsburg, Neðra-Saxlandi. Fyrirtækið var stofnað árið 1937 af Deutsche Arbeitsfront. Volkswagen er helsta merki Volkswagen Group fyrirtækis, sem á líka Audi, Bentley, Bugatti, Lamborghini, SEAT, Škoda og vörubílaframleiðanda Scania. Árið 2009 sameinaðist fyrirtækið Porsche, sem er undir stjórn Volkswagen.
Volkswagen þýðir „fólksvagn“ á þýsku og er borið fram [ˈfɔlksˌvaːɡən]. Núverandi slagorð Volkswagen er Das Auto („bíllinn“). Áður var slagorðið Aus Liebe zum Automobil, sem þýðir „vegna ástar fyrir bílinn“.
Nokkur helstu bifreiða sem framleiddar hafa verið af Volkswagen er bjallan , Golf, Polo og rúgbrauð.
