Vitoria-Gasteiz
Vitoria-Gasteiz er höfuðborg Baskalands og sýslunnar Araba/Álava á Spáni. Sveitarfélag er umhverfis borgina heitir sama nafni en íbúafjöldi þar er um 251.000 (2019). Íbúar borgarinnar eru kallaðir vitorianos eða gasteiztarrak.
Borgin Victoriacum var stofnuð á 6. öld af Vestgotum á svæðinu en rómversk herstöð hafði verið þar um slóðir áður. Borg þessi hvarf með tímanum. En á 12. öld stofnaði Konungsríkið Navarra stofnaði þorpið Nova Victoria. Þar hafði áður verið byggð, Gasteiz, sem var stofnuð af Böskum.
Konungsríkið Kastilía tók yfir stjórn borgarinnar á 15. öld og borgin stækkaði. Í Napóleonstyrjöldunum var hér orrustan um Viktoríu árið 1813. Bandamannaherir Breta, Portúgala og Spánverja undir stjórn Wellingtons hertoga sigruðu franska herinn undir stjórn Jósefs Bónaparte. Sigurinn markaði lok stjórnar Frakka yfir Spáni.
Í dag þykir borgin vera mjög lífvænleg. Mikið er af grænum svæðum og hefur borgin hlotið viðurkenningu fyrir lífsgæði. Hátíðir borgarinnar eru meðal annars tónlistarhátíðirnar Azkena rock festival, FesTVal og Vitoria-Gasteiz jazz festival. Virgen Blanca er bæjarhátíð.
Íþróttafélögin Deportivo Alavés (knattspyrna) og Baskonia (körfubolti) hafa aðsetur í borginni.
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Vitoria-Gasteiz“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. mars 2018.