Viðvíkursveit

Byggðarlag í Skagafirði

Viðvíkursveit er byggðarlag í Skagafirði austan Héraðsvatna, frá mörkum Akrahrepps við Kyrfisá[1] og út að Kolku og að austan að mynni Hjaltadals, og er þetta sama svæði og Viðvíkurhreppur náði yfir fyrir sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.[2] Sá hluti sveitarinnar sem er sunnan Gljúfurár kallast Hofsstaðapláss og er oft ekki talinn til Viðvíkursveitar. Ofan (austan) við sveitina er Viðvíkurfjall en fyrir vestan hana eru fyrst Héraðsvötn og svo Lónssandur utan við Austurósinn.

Landnámsmaður sveitarinnar hét Öndóttur og bjó hann í Viðvík, austast í sveitinni.[3] Niður með Kolku og út að Kolkuósi kallast Brimnes og þar voru áður Brimnesskógar, sem nefndir eru í Landnámu, en er nú blásin holt. Nú hefur hópur áhugafólks tekið sig saman um að endurheimta Brimnesskóga með því að nota eingöngu fræ frá þeim litlu skógarleifum sem enn eru í Skagafirði og hafa vaxið þar frá landnámsöld, aðallega í Geirmundarhólsskógi í Hrolleifsdal.[4]

Tvær smáeyjar eru fyrir landi, Lundey[5] og Elínarhólmi.[6]

Heimildir

breyta
  1. „Tíminn - 37. Tölublað (16.02.1983) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 17 janúar 2025.
  2. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 17 janúar 2025.
  3. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 17 janúar 2025.
  4. „Brimnesskógar | Steinn.is“. steinn.is. 17 nóvember 2010. Sótt 17 janúar 2025.
  5. „Lundey á Skagafirði“. Icelandic Institute of Natural History. Afrit af uppruna á 24 apríl 2024. Sótt 17 janúar 2025.
  6. Sverrir Björnsson. „Kolkuós (ríkisjörð)“.

Tenglar

breyta