Hættir sagna

(Endurbeint frá Vh.)

Sagnir hafa svokallaða hætti eftir því hvernig eitthvað er látið í ljós. Hættirnir sýna afstöðu málnotanda til þess sem stendur í setningunni, svo sem vissu og óvissu, möguleika, skipun, ósk.

Tegundir hátta

breyta

Framsöguháttur

breyta

Framsöguhátturinn er sjálfgefni hátturinn og finnst í öllum tungumálum. Hann er notaður til að segja frá staðreyndum. Allt sem heyrir ekki undir annan hátt heyrir undir framsöguhátt.

Viðtengingarháttur

breyta

Notkun viðtengingarháttarins er misjafn eftir málum. Hann er oft notaður í aukasetningum til að tjá óvissu, óskir, skipanir eða möguleika. Viðtengingarháttur er víða notaður í aukasetningum í íslensku:

Jón sagði að Þóra væri kærastan sín.
Ég held að Sara komi á morgun.

Fyrri setningin er dæmi um óbeina ræðu en í íslensku er viðtengingarhátturinn skyldubundinn í óbeinni ræðu. Síðari setningin er dæmi um notkun viðtengingarháttar til að tjá óvissu (viðtengingarhátturinn er mjög oft notaður með svona fullyrðingarsögnum eins og halda, hugsa, fullyrða, o.s.frv.).

Boðháttur

breyta

Boðhátturinn er notaður til að gefa skipun. Undir mörgum kringumstæðum hljómar boðhátturinn ókurteis og því er hann notaður varlega. Í mörgum tungumálum er boðhátturinn myndaðir úr stofni sagnar, en í öðrum er sérstök boðháttarmynd. Í sumum málum er boðháttur til í fleiri persónum en annarri. Í íslensku er hann myndaður úr stofni sagnarinnar og viðskeyti sem er afleitt af persónufornöfn:

Taktu bókina! (tak- + þú)
Farið frá mér! (far- + (þ)ið)

Tengt efni

breyta
   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.