Boðháttur

háttur sagna í tungumálum

Boðháttur (skammstafað sem bh.) er einn af mörgum háttum sagna sem gefur til kynna skipun, bann eða boð.

Í íslensku breyta

Í íslensku er boðhátturinn alltaf í annarri persónu og stendur alltaf fremst í setningu. Tvær leiðir eru til að mynda boðhátt í íslensku: stýfður boðháttur og viðskeyttur boðháttur.

Stýfður boðháttur breyta

Fyrsta leiðin er að finna stofn sagnorða (sem er gert með því að taka nafnháttinn (að hoppa, að elska) og fjarlægja endinguna -a nema þetta sé veik sögn sem endar á -aði í þátíð eins og skrifa) og kallast þetta stýfður boðháttur og er hann í annarri persónu eintölu.

Dæmi breyta

  • Tak sæng þína og gakk!
  • Les þú þessar bækur drengur!
  • Vinn núna verk þín!
  • Hlæ þú ekki að mér stúlka!

Viðskeyttur boðháttur breyta

Viðskeyttur boðháttur er þegar fornafni (þú eða þið) er skeytt aftan á stofn sagnar og tekur breytingum í samræmi við grannhljóð. Boðháttur annarrar persónu fleirtölu hefur sama form og framsöguháttur nútíðar. Persónufornafninu þið er ýmist sleppt eða haft á eftir boðhættinum.

Dæmi: Farið (þið) út! (Samanber „Þið farið út“ þar sem sögnin er í framsöguhætti.)

Hægt er að mynda boðhátt af sögninni að vinna (stýfður vinn[1], viðskeyttur fleirtölu vinnið[1]) en hann er sjaldan notaður.[2]

Dæmi breyta

  • elska (stýfður) + þið (fornafn) → elsk
    Elskið friðinn börnin góð.
  • flyt (stýfður) + þú (fornafn) → flyttu
    Flyttu allt draslið út.
  • lem (stýfður) + þú (fornafn) → lemdu
    Lemdu ekki bróður þinn Elsa.
  • keyr (stýfður) + þú (fornafn) → keyrðu
    Keyrðu mig út í búð.

Boðháttur í öðrum tungumálum breyta

Í ensku breyta

Í ensku hafa boðháttur („Jump!“ (hoppaðu)) og nafnháttur (to jump (að hoppa)) sama form. Dæmi:

  • „Paul, do your homework now!“ (enska)
    „Páll, sinntu heimanáminu þínu núna!“ (íslenska)
  • Go to Stella's place and get some sugar.“ (enska)
    Farðu heim til Stellu og náðu í sykur.“ (íslenska)

Boðháttur fyrstu persónu fleirtölu (us, „við“) er gefinn til kynna með orðasambandinu let's (bókstaflega lof okkur en samsvarar frekar við skulum). Dæmi:

  • Let's go.“ sem er stytting á „Let us go.“ (enska)
    Förum.“ (íslenska)

Í latínu breyta

Í latínu er boðháttur notaður. Dæmi:

  • Festina! Cibus defrigescet.“
    íslensku: Flýttu þér. Maturinn mun kólna.)
  • Cave canem!“
    íslensku: Varastu hundinn!)
  • Vade retro me!“
    íslensku: Farðu/Vík [burt] frá mér!)

Þegar boðháttur í latínu er settur í fleirtölu bætist oftast -te við boðháttinn í fleirtölu.

  • I adverso flumine.“
    íslensku: Gakktu [á] móti strauminum.)
  • Ite adverso flumine.“
    íslensku: Gangið [á] móti strauminum.)
  • Plaudite, amici, comedia finita est.“
    íslensku: Klappið, vinir, því gamanleiknum er lokið.)

Heimildir breyta

  1. 1,0 1,1 http://www.lexis.hi.is/beygingarlysing/so/sb/vinna.html[óvirkur tengill]
  2. http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=2303 Þannig er unnt að mynda boðhátt af sögninni að vinna, en hins vegar er hann sjaldan notaður.

Tenglar breyta

   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.