Vetrarólympíuleikarnir 1948

Vetrarólympíuleikarnir 1948 voru vetrarólympíuleikar sem haldnir voru í St. Moritz í Sviss 30. janúar til 8. febrúar árið 1948. Þetta voru fyrstu ólympíuleikarnir sem haldnir voru eftir lok Síðari heimsstyrjaldar. Tólf ár voru þá liðin frá síðustu vetrarólympíuleikum. Á leikunum var að stórum hluta notast við sömu íþróttamannvirki og reist höfðu verið fyrir Vetrarólympíuleikana 1928.

Bandaríska liðið á opnunarhátíð vetrarleikanna 1948

Alls tóku 28 lönd þátt í leikunum og urðu Noregur og Svíþjóð sigursælust með fern gullverðlaun hvort. Keppt var í níu greinum: bobbsleðabruni, íshokkíi, listdansi á skautum, skautahlaupi, alpagreinum, skíðagöngu, magasleðabruni, norrænni tvíþraut og skíðastökki.