Vetrarólympíuleikarnir

(Endurbeint frá Vetrarólympíuleikar)

Vetrarólympíuleikarnir eru alþjóðlegt íþróttamót sem er haldið á fjögurra ára fresti. Fyrstu vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Chamonix í Frakklandi árið 1924. Upphaflega voru vetrarólympíuleikarnir haldnir sömu ár og Sumarólympíuleikarnir en árið 1986 ákvað Alþjóðaólympíunefndin að þeir skyldu haldnir milli sumarleika. Vegna breytingarinnar voru Vetrarólympíuleikarnir 1994 haldnir aðeins tveimur árum á eftir leikunum 1992.

Ólympíueldurinn á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna 2002 í Salt Lake City

Á Vetrarólympíuleikunum er keppt í vetraríþróttum: skíðum, skautum, sleðabruni og krullu.