Vera og neind: fyrirbærafræðileg ritgerð um verufræði
Vera og neind: fyrirbærafræðileg ritgerð um verufræði (L'être et le néant) (1943) er bók um heimspeki eftir franska heimspekinginn Jean-Paul Sartre. Hún er talin marka tímamót í sögu tilvistarspekinnar á 20. öld. Megintilgangur bókarinnar er að skilgreina meðvitund sem forskilvitlegt fyrirbæri. Í bókinni leitaðist Sartre einnig við að hrekja hina frægu fullyrðingu George Berkeley esse est percipi eða „að vera er að vera skynjaður“.
Tengt efni
breytaHeimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Being and Nothingness“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. maí 2006.