Venjulegt fólk
Venjulegt fólk er íslenskur grín-drama-aðstæðukómedíu-sjónvarpsþáttur sem að var gefin út af Glassriver og Símanum og var sýndur á Sjónvarp Símans Premium frá 2018 til 2023. Það komu út sex þáttaraðir og tveir sérstakir jólaþættir. 17. febrúar 2023 var tilkynnt að kvikmynd byggð á þáttunum væri á teikniborðinu. Ekkert varð úr hugmyndinni.
Þættirnir fjalla um tvær vinkonur sem að heita Vala og Júlíana eru þær báðar leikkonur og eru að reyna að fá allskonar hlutverk. Þættirnir fjalla einnig um maka þeirra, fjölskyldulíf og einkalíf.
Í aðalhlutverkum eru Vala Kristín Eiríksdóttir, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernest Björnsson. Í fleiri hlutverkum eru Eysteinn Fannarsson, Gunnari Logi Ásgrímsson, Sigurður Þór Óskarsson, Pétur Jóhann Sigfússon, Halldóra Geirharðsdóttir, Hildur Vala Baldursdóttir, Björn Stefánsson, Björn Thors, Þorsteinn Bachmann, Ebba Katrín Finnsdóttir, Garún Daníelsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Oddur Júlíusson, Jóel Sæmundsson, Gunnar Hansson, Gísli Örn Reynisson Schramm, Svandís Dóra Einarsdóttir, Guðmundur Þorvaldsson og Jóhann G. Jóhannsson.
Leikarar
breytaAðalhlutverk
breyta- Vala Kristín Eiríksdóttir sem Vala, aðalpersóna sem að er leikkona
- Júlíana Sara Gunnarsdóttir sem Júlíana, besta vinkona Völu sem að er líka leikkona
- Hilmar Guðjónsson sem Tommi, eiginmaður Júlíönu sem að er forritari
- Arnmundur Ernst Björnsson sem Arnar, kærasti Völu sem að á bílaverkstæði
Önnur hlutverk
breyta- Gunnar Logi Ásgrímsson sem Gunnar Logi, eldri sonur Júlíönu og Tomma
- Eysteinn Fannarsson sem Eysteinn, yngri sonur Júlíönu og Tomma
- Pétur Jóhann Sigfússon sem Eiríkur, bróðir Tomma
- Sigurður Þór Óskarsson sem Siggi, leikstjóri og eiginmaður Eiríks
- Halldóra Geirharðsdóttir sem Elín, móðir Völu
- Hildur Vala Baldursdóttir sem Ebba, fyrrverandi nágranni Júlíönu og Tomma og fyrrverandi samstarfsmaður Tomma
- Björn Stefánsson sem Stefán, eiginmaður Ebbu og fyrrverandi nágranni Júlíönu og Tomma
- Björn Thors sem Bjössi, fyrrverandi viðskiptafélagi Tomma
- Ebba Katrín Finnsdóttir sem Rebakka, aðstoðarmaður Sigga
- Garún Daníelsdóttir sem Katla, leikstjóri á sjónvarpsþáttum sem að Vala og Júlíana léku í
- Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir sem Diljá, starfsmaður í mötuneytinu hjá Símanum
- Björn Hlynur Haraldsson sem Hörður, samstarfsmaður og ástarhugi Völu
- Gísli Örn Reynisson Schramm sem Gauti, félagsfræðingur og vinur Arnars