Varanus auffenbergi

Tegund í eðluætinni frýnur

 

Varanus auffenbergi

Ástand stofns
Gögn vantar (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Skriðdýr (Reptilia)
Ættbálkur: Hreisturdýr (Squamata)
Undirættbálkur: Eðlur (Lacertilia)
Ætt: Frýnur (Varanidae)
Ættkvísl: Varanus
Tegund:
V. auffenbergi

Tvínefni
Varanus auffenbergi
Sprackland, 1999[1]

Mynd af Varanus auffenbergi
Varanus auffenbergi

Varanus auffenbergi er tegund í eðluættinni frýnur[2]. Það var aðeins árið 1999 þegar Sprackland lýsti frýnuna sem eigin tegund.[3] Frýnan Varanus auffenbergi var áður talin undirtegund Varanus timorensis roti, en nafn hennar vísar til eyjunnar Roti, þaðan sem hún kemur. Samkvæmt Böhme á enn eftir að sýna sérstakan tegundarmun á Varanus timorensis.[4] Nafnið auffenbergi er til heiðurs bandaríska vísindamannsins Walter Auffenberg.[5]

Útlit breyta

Lengd tegundarinnar án hala er 205 til 216 mm.[6] Heildarlengd V. auffenbergi er u.þ.b. 60 cm hjá fullorðnu karldýri, kvendýrin eru venjulega aðeins minni.

Efri hliðin er dökkgrá sem er þakið óreglulega dreifðu mynstri (e. ocelli). Í þessum mynstrum er venjulega blettur sem er breytilegur á milli blárrar og grárrar, milli mynstrunum eru dýrin flekkótt frá ljósrauðum til ljósbrúns.

Varanus auffenbergi er með svipað útlit og V. timorensis með nokkurri aðgreiningu á litnum og mynstrunum. Varanus auffenbergi hefur blágrátt mynstur en V. timorensis hefur kremlitað mynstur. [7][8]

Heimkynni breyta

Varanus auffenbergi er aðeins landlæg á indónesísku eyjunni Roti.[2][7][8]

Hegðun breyta

Í náttúrunni hafa sést Varanus auffenbergi klifra upp pálmatrésstofn og sólbaða sig í trjákrónunni, en V. timorensis hafa aldrei sést í pálmatrjákrónunni þrátt fyrir hann hafa líka sést á pálmatrésstofn.[2] Frýnur Varanus auffenbergi eru rólegar og miðað við aðrar frýnur.[7][8]

Heimildir breyta

  1. „ITIS.gov“. Sótt 15. apríl 2011.
  2. 2,0 2,1 2,2 del Canto, Raul (2007): Notes on the Occurrence of Varanus auffenbergi on Roti Island. In: Biawak 1(1). pp. 24–25. (Online)
  3. Sprackland, Robert George (1999): A new species of monitor (Squamata: Varanidae) from Indonesia. Reptile Hobbyist, 4(6), 20-27. (Online)
  4. Böhme, Wolfgang (2003): Checklist of the living monitor lizards of the world (family Varanidae). Zool. Verh. Leiden 341. (Online)
  5. Beolens, Bo; Watkins, Michael; Grayson, Michael (2011). The Eponym Dictionary of Reptiles. Baltimore, Maryland: Johns Hopkins University Press. xiii + 296 pp. ISBN 978-1-4214-0135-5. (Varanus auffenbergi, p. 12).
  6. Meiri, Shai (2008): Evolution and ecology of lizard body sizes. In: Global Ecology and Biogeography, 17, pp. 724–734. (Online Geymt 9 júlí 2020 í Wayback Machine)
  7. 7,0 7,1 7,2 monitor-lizards.net Geymt 19 maí 2010 í Wayback Machine (Retrieved Feb. 10, 2010.)
  8. 8,0 8,1 8,2 „Reptiliana.wordpress.com“. (Retrieved Feb. 10, 2010.)

Fyrirmynd greinarinnar var „Auffenbergs_Waran“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. apríl 2021.

Fyrirmynd greinarinnar var „Peacock_monitor“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. apríl 2021.

Veftenglar breyta