Valentína Tereshkova


Valentína Vladímírovna Tereshkova (rússneska: Валенти́на Влади́мировна Терешко́ва;) (f. 6. mars 1937) er sovéskur geimfari og fyrsta konan sem fór út í geiminn 16. júní 1963.

Valentína Tereshkova
Валенти́на Терешко́ва
Fyrsta konan í geimnum
Fyrsta konan í geimnum
Fædd Valentína Vladimirovna Tereshkova
6. mars 1937 (1937-03-06) (87 ára)
Bolshoje Maslenníkovo, rússneska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum (nú Rússlandi)
Tími í geimnum 2 dagar, 23 klukkustundir og 12 mínútur
Verkefni Vostok 6
Undirskrift

Tereshkova hefur jafnframt verið virk í sovéskum og rússneskum stjórnmálum frá því á sjöunda áratugnum. Hún situr nú á rússneska þinginu fyrir stjórnarflokkinn Sameinað Rússland.[1] Árið 2020 flutti hún tillögu að stjórnarskrárbreytingum til að gera Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja stjórnartíð sína umfram leyfilegan hámarksfjölda kjörtímabila.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. „50 ár síðan Tereskhova fór út í geim“. RÚV. 16. júní 2013. Sótt 29. apríl 2023.
  2. „Rússneska Dúman gefur Pútín grænt ljós til 2036“. Varðberg. 10. mars 2020. Sótt 29. apríl 2023.