Valdaránstilraunin í Tyrklandi árið 2016

Valdaránstilraunin í Tyrklandi 2016 vísar til tilraunar til valdaráns var gerð þann 15.-16. júlí árið 2016 í Tyrklandi. Tilraunin var gerð fyrir tilstuðlan hluta tyrklandshers og hóps sem kallaði sig heimafriðarráðið (tilvísun í Mustafa Kemal Atatürk landsföður nútíma Tyrklands). Reynt var að ná völdum yfir lykilstöðum í Ankara, Istanbul og á öðrum stöðum. Tilraunin fór út um þúfur þegar hersveitir hollar undir Recep Tayyip Erdoğan náðu undirtökunum og með stuðningi almennings við stjórn hans.

Mótmæli gegn valdaránstilrauninni.

Að minnsta kosti 290 manns létu lífið í átökunum og yfir þúsund særðust.

Atburðarás breyta

Klukkan um 23:00 að kvöldi 15. júlí sáust herflugvélar fljúga yfir Ankara og brúin yfir Bosporussund var lokuð. Þyrlur vörpuðu sprengjum á höfuðstöðvar sérsveitarmanna og lögreglu. Skriðdrekar fóru að Atatürk flugvelli í Istanbúl og hermenn tóku yfir Taksim-torg um miðnætti.

Stuttu eftir miðnætti voru höfuðstöðvar tyrkneska ríkissjónvarpsins teknar með valdi og fréttaþulur látinn lesa yfirlýsingu um að stjórnvöld í Tyrklandi hefðu grafið undan lýðræðislegu og veraldlegu valdi í landinu. Lýðræðisleg skipun og frelsi yrði sett á laggirnar.

Um kl. 1:00 las Erdoğan, sem hafði verið í sumarfríi í Marmaris, upp yfirlýsingu í gegnum CNN Turkey þar sem hann hvatti fólk til að hópast út á götur og ákallaði vald fólksins til að hrinda valdaráni. Stuðningsmenn hans þustu út á götur borga.

Eftir kl. 3:00 skaut herþyrla uppreisnarmanna þinghúsið í Ankara. Erdoğan kom með annað ávarp um kl. 4:00 þegar hann komst á Atatürk flugvöll sem frelsaður hafði verið frá uppreisnarmönnum.

Undir morgun 16. júlí var ljóst að tilraunin hafði farið út um þúfur og uppreisnarhermenn hófu að gefast upp. F-16 þotur gerðu árásir á suma skriðdreka uppreisnamanna.[1] Dæmi voru um að reiður múgur hafi teki hermenn af lífi. Skortur á pólitískum og almennum stuðningur við uppreisnarmenn höfðu sitt að segja með því að valdaránsið misheppnaðist.

Eftirmálar breyta

Erdoğan tjáði að þeir sem urðu valdir að atburðunum myndu gjalda því háu gjaldi og vírusa úr hernum yrði að hreinsa burt. Hann telur að tilraunin hafi verið gerð fyrir tilstuðlan Fethullah Gülen fyrrum samstarfsmanns síns í AKP flokknum sem nú er útlægur í Bandaríkjunum. Gülen hefur neitað aðild og studdi ekki valdarán að eigin sögn.

Fjöldahandtökur urðu í kjölfar atburðanna og um 3000 hermenn voru handteknir og 30 hershöfðingjar. Í dómskerfinu var tæpum 3000 dómurum vikið frá störfum og handtökuskipanir á hendur fjölda hæstaréttardómara voru gefnar út.[2] Erdoğan lýsti yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu vegna atburðanna.[3] Auk þess var yfir 16.000 starfsmönnum við menntastofnana tyrkneska ríkisins var vikið úr störfum í kjölfarið.[4] Allt í allt hafa hefur 50.000 ríkisstarfsmönnum verið sagt upp. [5] Binali Yıldırım forsætisráðherra hefur gefið það í skyn að tilefni sé til að taka upp dauðarefsingu í landinu að nýju.

Neyðarlögin færa stjórnvöldum víðtækar heimildir, meðal annars til að setja lög án aðkomu þingsins, koma í veg fyrir fjöldafundi og setja tjáningarfrelsinu skorður.[6]

Viðbrögð á heimsvísu breyta

  • John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur sagt að það þurfi miklar sannanir fyrir því að framvísa Fethullah Gülen til Tyrklands.
  • NATO[7], Bandaríkin og Evrópusambandið hafa hvatt til þess að lýðræðislega kjörin stjórnvöld og lýðræðislegar stofnanir verði virtar.
  • Evrópusambandið segir enga von um aðildaviðræður við Tyrkland ef dauðarefsing verður tekin upp í landinu.
  • Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra Íslands sagði að íslensk stjórnvöld hefðu áhyggjur af gagnaðgerðum tyrknesku stjórnarinnar og grafalvarlegri stöðu sem væri komin upp.[8]

Tilvísanir breyta

  1. Why did Turkish coup plot fail? BBC. Skoðað 20. júlí 2016.
  2. Pólitískar hreinsanir hafnar í Tyrklandi Rúv. Skoðað 20. júlí, 2016.
  3. Tyrklandsforseti lýsir yfir neyðarástandi Rúv, skoðað 20. júlí 2016.
  4. Ráðamenn í Tyrklandi herða enn tökin Rúv, skoðað 20. júlí, 2016.
  5. Turkey coup attempt: State of emergency announced BBC. Skoðað 20. júlí, 2016.
  6. Lilja: Ógnvænleg framvinda í Tyrklandi Rúv, skoðað 22. júlí, 2016,
  7. NATO biður Tyrki að virða lýðræðið Rúv, skoðað 20. júlí, 2016
  8. Lilja: Ógnvænleg framvinda í Tyrklandi Rúv, skoðað 22. júlí, 2016,