Vaktaseríurnar
Vaktaseríurnar eru þrjár sjónvarpsþáttaseríur sem komu út á árunum 2007 til 2009. Aðalpersóna þáttanna er Georg Bjarnfreðarson ásamt þeim Ólafi Ragnari Hannessyni og Daníel Sævarssyni.[1] Næturvaktin kom út árið 2007 en þar starfa þeir Georg, Ólafur og Daníel á bensínstöð Skeljungs við Laugarveg. Dagvaktin kom síðan út ári síðar en þar starfa þeir á Hótel Bjarkalundi. Fangavaktin kom síðan út 2009 en þar afplána þeir Georg og Daníel fangelsisdóma fyrir atburði sem áttu sér stað í Dagvaktinni. Kvikmyndin Bjarnfreðarson er lokakafli sögunnar en þar er fjallað um líf Georgs eftir atburði Fangavaktarinnar auk þess sem fjallað er um barnæsku hans.
Tilvísanir
breyta- ↑ Óskarsdóttir, Halla Þórlaug (24. júlí 2013). „Bara grín með Birni Braga - Vísir“. visir.is. Sótt 15. nóvember 2024.