Vaktaseríurnar eru þrjár sjónvarpsþáttaseríur sem komu út á árunum 2007 til 2009. Aðalpersóna þáttanna er Georg Bjarnfreðarson ásamt þeim Ólafi Ragnari Hannessyni og Daníel Sævarssyni.[1] Næturvaktin kom út árið 2007 en þar starfa þeir Georg, Ólafur og Daníel á bensínstöð Skeljungs við Laugarveg. Dagvaktin kom síðan út ári síðar en þar starfa þeir á Hótel Bjarkalundi. Fangavaktin kom síðan út 2009 en þar afplána þeir Georg og Daníel fangelsisdóma fyrir atburði sem áttu sér stað í Dagvaktinni. Kvikmyndin Bjarnfreðarson er lokakafli sögunnar en þar er fjallað um líf Georgs eftir atburði Fangavaktarinnar auk þess sem fjallað er um barnæsku hans.

Tilvísanir

breyta
  1. Óskarsdóttir, Halla Þórlaug (24. júlí 2013). „Bara grín með Birni Braga - Vísir“. visir.is. Sótt 15. nóvember 2024.
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.