Víktor Júsjtsjenko

3. forseti Úkraínu

Víktor Andríjovytsj Júsjtsjenko (f. 23. febrúar 1954) er úkraínskur stjórnmálamaður og fyrrum forseti Úkraínu. Hann varð forsætisráðherra 1999 í forsetatíð Leoníd Kútsjma og Júlía Tymosjenko var varamaður hans en þau misstu völd í kjölfar vantrausts á þinginu aðeins tveimur árum síðar. Í aðdraganda forsetakosninganna 2004 var hann forsetaefni stjórnarandstöðunnar en tapaði gegn Víktor Janúkovytsj sem var forsetaefni stjórnarinnar. Í aðdraganda kosninganna veiktist hann og í rannsókn í Bretlandi kom í ljós að eitrað hafði verið fyrir honum með díoxíni. Eitrunin varð til þess að andlit hans afmyndaðist.[1] Hæstiréttur Úkraínu fyrirskipaði að kosningarnar skyldu endurteknar vegna kosningasvindls. Það skapaði öldu mótmæla sem voru kölluð appelsínugula byltingin og áttu stóran þátt í kosningasigri Júsjtsjenkos þegar aftur var kosið.[2]

Víktor Júsjtsjenko
Віктор Ющенко
Víktor Júsjtsjenko árið 2008.
Forseti Úkraínu
Í embætti
23. janúar 2005 – 25. febrúar 2010
ForsætisráðherraJúlía Tymosjenko
Júríj Jekhanúrov
Víktor Janúkovytsj
ForveriLeoníd Kútsjma
EftirmaðurVíktor Janúkovytsj
Forsætisráðherra Úkraínu
Í embætti
22. desember 1999 – 29. maí 2001
ForsetiLeoníd Kútsjma
ForveriValeríj Pústovojtenko
EftirmaðurAnatolíj Kínakh
Persónulegar upplýsingar
Fæddur23. febrúar 1954 (1954-02-23) (70 ára)
Khorúzjívka, Súmyfylki, úkraínska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
ÞjóðerniÚkraínskur
StjórnmálaflokkurOkkar Úkraína (2005–)
MakiSvetlana Kolesnyk (skilin)
Katerína Júsjtsjenko
Börn5
Undirskrift

Eftir eitt ár í embætti rak Júsjtsjenko ríkisstjórnina undir forystu Júlíu Tymosjenko vegna ásakana um spillingu. Árið eftir skipaði hann fyrrum andstæðing sinn, Víktor Janúkovytsj, forsætisráðherra og árið 2007 leysti hann þingið upp og kom um leið í veg fyrir að stjórnlagaréttur gæti tekið úrskurð hans fyrir með því að reka þrjá af dómurum réttarins.[3] Í kosningum í kjölfarið myndaði Tymosjenko meirihluta á þingi og varð forsætisráðherra í annað sinn. Júsjtsjenko reyndi aftur að leysa þingið upp árið eftir en það gekk ekki eftir meðal annars vegna andstöðu hans eigin flokks.

Í forsetakosningum árið 2010 fékk hann aðeins 5,45% atkvæða og datt út í fyrstu umferð.[4] Hann bar vitni gegn Tymosjenko í réttarhöldunum yfir henni árið 2011 og bauð sig fram í þingkosningum 2012 en flokkur hans kom ekki manni á þing.

Tilvísanir breyta

  1. „Dularfull veikindi hrjá Jústsjenkó“. mbl.is. 30. nóvember 2004. Sótt 18. mars 2022.
  2. „Einn af lokaþáttunum í hruni Sovétríkjanna“. Morgunblaðið. 29. desember 2004. bls. 18.
  3. Kolbeinn Þorsteinsson (3. mars 2007). „Jútsjenkó hefur leyst upp þingið“. Dagblaðið Vísir. bls. 10.
  4. Bogi Þór Arason (9. febrúar 2010). „Sigraði eftir að hafa verið afskrifaður“. Morgunblaðið. bls. 14.


Fyrirrennari:
Valeríj Pústovojtenko
Forsætisráðherra Úkraínu
(1999 – 2001)
Eftirmaður:
Anatolíj Kínakh
Fyrirrennari:
Leoníd Kútsjma
Forseti Úkraínu
(2005 – 2010)
Eftirmaður:
Víktor Janúkovytsj


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.