Viola er einnig ættkvísl plantna sem eru í daglegu tali nefndar fjólur.

Víóla eða lágfiðla (einnig stundum kölluð alto upp á frönsku eða bratsche upp á þýsku) er strengjahljóðfæri í fiðlufjölskyldunni. Hún er einskonar millistig milli fiðlu og sellós. Strengir hennar eru vanalega stilltir áttund ofar en strengir sellósins (og hafa þar af leiðir sömu nöfn) og fimmund neðar en fiðlunnar (og eru þar af þrír strengir af fjórum þeir sömu). Dýpsti strengurinn er stilltur á mið-C, hinir í fimmundum upp á við: G D og A. Víóla og fiðla eru mjög skyld hljóðfæri, og fyrir þá sem ekki þekkja þau vel getur verið mjög erfitt að þekkja þau í sundur í sjón. Víólan er hinsvegar miklu stærri en fiðla, og þýðir alþjóðanafnið yfir fiðlu, violin, í raun lítil víóla. Haldið er á víólu á sama hátt og fiðlu: annar endinn er settur milli höku og axlar hljóðfæraleikarans, og vinstri hendin teygð út að hinum endanum. Spilað er á hljóðfærið líkt og önnur í fiðlufjölskyldunni: Með vinstri hendi er þrýst niður á strengina til að ákvarða tónhæð og með þeirri hægri eru lengdargildi ákvörðuð, oftast notandi boga. Til eru sérstakir víólubogar, en nú til dags eru sumir víóluleikarar farnir að nota fiðluboga. Þeir sem ekki gera það, aftur á móti, eru oft mjög ósammála slíkri notkun. Nótur fyrir víólu eru skrifaðar í alt-lykli, sem er ein gerð c-lykils. Hún er eitt aðeins tveggja hljóðfæra sem notar þann lykil undir eðlilegum kringumstæðum, hitt er básúna (sem þó notar oft f-lykil). Í samspili, einkum þegar önnur strengjahljóðfæri eru til staðar, er hlutverk víólunnar oftar en ekki að, ásamt annarri fiðlurödd (ef henni er að skipta), spila millirödd milli radda sellós og fyrstu fiðlu.

Víóla

Helstu víóluleikarar

breyta

Lionel Tertis (1876 – 1975) Fæddist í Englandi, sonur pólskra innflytjenda. Fjölmörg tónverk voru skrifuð annaðhvort af hans tilstuðlan eða honum til heiðurs, m.a. Víólu konsert Waltons, Sónata eftir Arnold Bax o.fl. Einnig var Elgar selló konsertinn umskrifaður (af Elgar sjálfum) vegna fyrirspurnar Tertis. Á þeim tímum þótti ekkert tiltöku mál að spila á minni víólur (oft 3/4 stærð) til að auðvelda spilamennskuna, þó þetta kæmi oft niður á tóngæðum. Tertis neitaði þessu alfarið og vildi fá stóra víólu til að fá sem ríkastan hljóm, en fann aðeins of stórt eða of litið hljóðfæri. Upp úr þessum hugleiðingum hófst mikið samstarf við fiðlusmiðinn Richardson og Tertis-víólu módelið var upphaf af miklum breytingum í smíði víóla.


William Primrose
Paul Hindemith

Yuri Bashmet
Nabuko Imai
Rivka Golani
Kim Kashkashian
Tabea Zimmerman
Garth Knox

Helstu tónverk samin fyrir víólu

breyta

Konsertar

breyta

Béla Bartók
William Walton
Victor Berlioz - Haraldur í Ítalíu
Paul Hindemith - Schwanendreher
Benjamin Britten - Lacrimae

G. Telemann
C. Stamitz
F. Hoffmeister

sónötur

breyta

Johannes Brahms, 2 sónötur fyrir víólu og píanó
Dmitri Shostakovich
Henry Vieuxtemps
Franz Schubert - arpeggione

Sóló verk

breyta

Paul Hindemith - 4 sóló sónötur

  • Op. 11 nr. 5
  • Op. 25 nr. 1
  • Op. 31
  • (án opus númers) samin 1939


Max Reger - 3 svítur

(alls ekki tæmandi listi)

Tenglar

breyta