Ursula K. Le Guin
bandarískur rithöfundur (1929-2018)
Ursula Kroeber Le Guin (fædd 21. október 1929 í Berkeley, Kaliforníu, dáin 22. janúar 2018[1] ) var bandarískur rithöfundur, esseyisti, skáld, þýðandi og frönskukennari, þekktust fyrir fantasíur og vísindaskáldskap. Þekktustu bókaraðir hennar eru Hainish-bækurnar og Earthsea-bækurnar. Aðeins ein bóka hennar, Galdramaðurinn, hefur verið þýdd á íslensku.
Tilvísanir
breyta- ↑ Jonas, Gerald (23. janúar 2018). „Ursula K. Le Guin, Acclaimed for Her Fantasy Fiction, Is Dead at 88“. The New York Times. Sótt 23.1.2018.