Fantasía

Fantasía er bókmenntagrein þar sem sögutími er óskilgreind fortíð og töfrar og yfirnáttúrulegar verur eru hluti af söguþræðinum. Oft er lögð mikil vinna í að skapa nýjan söguheim sem gjarnan líkist Evrópu miðalda eða árnýaldar þótt líka séu til fantasíur þar sem sagan gerist í samtímanum. Fantasíur sækja efnivið sinn mikið til ævintýra og goðsagna. Fantasíur eru skyldar vísindaskáldsögum sem gerast í óskilgreindri framtíð. Báðar þessar greinar tilheyra grein furðusagna. Fantasíur eiga upptök sín um miðja 19. öld með verkum höfunda á borð við John Ruskin og George MacDonald. Þekktustu fantasíubókmenntir samtímans eru líklega verk J.R.R. Tolkiens, Hringadróttinssaga og Hobbitinn, en aðrir þekktir fantasíuhöfundar eru meðal annars C. S. Lewis (Ljónið, nornin og skápurinn), J. K. Rowling (Harry Potter-bækurnar) og George R.R. Martin (Krúnuleikar).

The Princess and the Goblin eftir George MacDonald frá 1872 er stundum talin fyrsta fantasían.

Fantasíur eru vinsælt efni kvikmynda, myndasagna, spila og tölvuleikja.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.