Eiturvirkni

(Endurbeint frá Upplægi)

Eiturvirkni (eiturhrif eða eiturverkun) er það þegar eiturefni (enska: toxin) hafa þau áhrif á lifandi veru að þau brjóta niður varnir hennar og veran missir eðlilega starfshæfni og getur þannig dregið hana til dauða. Eiturvirkni lyfja getur verið beint gegn óæskilegri veiru og með því getur eiturvirknin haft jákvæða niðurstöðu ef engir óæskilegir hlutar líffverunnar hafi verið upplægir fyrir virkninni.

Eiturvirkni sumra sýklalyfja getur gert þau óhæf til notkunar fyrir þá sem eru t.d. með ofnæmi. Afeitur er t.d. eiturefni sem hefur verið svipt eiturvirkni, t.d. með hitun eða efnaáhrifum og er stundum notað sem mótefnisvaki.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.