Ungverjaland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
yfirlit um þátttöku Ungverjalands í Eurovision
Ungverjaland hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 17 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1994. Landið reyndi að taka þátt árið 1993, en komst ekki áfram úr undankeppninni.[a]
Ungverjaland | |
---|---|
Sjónvarpsstöð | Duna |
Söngvakeppni | A Dal |
Ágrip | |
Þátttaka | 17 (14 úrslit) |
Fyrsta þátttaka | 1994 |
Besta niðurstaða | 4. sæti: 1994 |
Núll stig | Aldrei |
Tenglar | |
Síða Ungverjalands á Eurovision.tv |
Fyrsta þátttaka landsins árið 1994 reyndist vera sú árangursríkasta þar sem að Friderika Bayer endaði í fjórða sæti. Eina önnur topp-5 niðurstaða landsins var árið 2014 með András Kállay-Saunders í fimmta sæti. Aðrar topp-10 niðurstöður voru með Magdi Rúzsa í níunda sæti (2007), ByeAlex í tíunda sæti (2013) og Joci Pápai í áttunda sæti (2017).
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
breyta2 | Annað sæti |
3 | Þriðja sæti |
Síðasta sæti | |
Framlag valið en ekki keppt |
Ár | Flytjandi | Lag | Tungumál | Úrslit | Stig | U.úrslit | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1993 | Andrea Szulák | Árva reggel | ungverska | Komst ekki áfram [a] | 6 | 44 | |
1994 | Friderika Bayer | Kinek mondjam el vétkeimet? | ungverska | 4 | 122 | Engin undankeppni | |
1995 | Csaba Szigeti | Új név a régi ház falán | ungverska | 22 | 3 | ||
1996 | Gjon Delhusa | Fortuna | ungverska | Komst ekki áfram [b] | 23 | 26 | |
1997 | V.I.P. | Miért kell, hogy elmenj? | ungverska | 12 | 39 | Engin undankeppni | |
1998 | Charlie | A holnap már nem lesz szomorú | ungverska | 23 | 4 | ||
2005 | NOX | Forogj, világ! | ungverska | 12 | 97 | 5 | 167 |
2007 | Magdi Rúzsa | Unsubstantial Blues | enska | 9 | 128 | 2 | 224 |
2008 | Csézy | Candlelight | enska, ungverska | Komst ekki áfram | 19 | 6 | |
2009 | Zoli Ádok | Dance with Me | enska | 15 | 16 | ||
2011 | Kati Wolf | What About My Dreams? | enska, ungverska | 22 | 53 | 7 | 72 |
2012 | Compact Disco | Sound of Our Hearts | enska | 24 | 19 | 10 | 52 |
2013 | ByeAlex | Kedvesem (Zoohacker Remix) | ungverska | 10 | 84 | 8 | 66 |
2014 | András Kállay-Saunders | Running | enska | 5 | 143 | 3 | 127 |
2015 | Boggie | Wars for Nothing | enska | 20 | 19 | 8 | 67 |
2016 | Freddie | Pioneer | enska | 19 | 108 | 4 | 197 |
2017 | Joci Pápai | Origo | ungverska | 8 | 200 | 2 | 231 |
2018 | AWS | Viszlát nyár | ungverska | 21 | 93 | 10 | 111 |
2019 | Joci Pápai | Az én apám | ungverska | Komst ekki áfram | 12 | 97 | |
Engin þátttaka síðan 2019 (5 ár) |
- ↑ 1,0 1,1 Ungverjaland komst ekki upp úr Kvalifikacija za Millstreet sem var undankeppnin árið 1993. Síða Eurovision tekur fram að landið komi ekki fram þetta ár.
- ↑ Ungverjaland komst ekki áfram árið 1996. Aðeins var keppt með hljóðupptökum fyrir undankeppnina. Síða Eurovision tekur fram að landið komi ekki fram þetta ár.