Uli Hoeneß

(Endurbeint frá Uli Hoeneb)

Uli Hoeness (5. janúar 1952 í Ulm) er þýskur fyrrverandi knattspyrnumaður, framkvæmdarstjóri Bayern München til margra ára og forseti félagsins síðan 2009.

Uli Hoeness

Æviágrip

breyta

Uli Hoeness (Ulrich Hoeneß) fæddist 1952 í þýsku borginni Ulm og hóf að æfa knattspyrnu á unga aldri í borginni, ásamt yngri bróður sínum, Dieter Hoeness. Þegar hann var 15 ára var hann orðinn fyrirliði unglingaliðs landsinsins. Árið 1970 hófu Hoeness bræður atvinnuferil sinn er þeir voru báðir keyptir til Bayern München. Ári seinna var Uli valinn í U-23 landsliðið. Með Bayern München lék hann í átta ár og var ýmist miðherji eða framherji. Fyrstu árin lék Gerd Müller með félaginu en þeir tveir voru eitt árangursríkasta markadúett í Þýskalandi á sínum tíma. Saman skoruðu þeir 53 mörk á leiktímabilinu 1971/72 og aftur 1972/73. Þetta met var ekki slegið fyrr en 2008/09 er leikmannadúett hjá Wolfsburg skoraði einu marki meira. Árið 1972 var Hoenss valinn í þýska landsliðið. Sama ár varð hann Evrópumeistari og síðan heimsmeistari tveimur árum síðar. Hoeness varð þýskur meistari með Bayern München 1972-74. Árið 1978 fór hann til Nürnberg en lék þar aðeins eitt tímabil. Hann endaði feril sinn þar, þá aðeins 27 ára gamall vegna krónískra meiðsla í hné. Strax eftir að hann lagði skóna á hilluna var hann ráðinn sem framkvæmdarstjóri hjá Bayern München. Hann er yngsti framkvæmdarstjóri knattspyrnufélags í Þýskalandi fyrr og síðar. Sem slíkur starfaði hann í 30 ár og átti virkan þátt í velgengni félagsins, ekki síst fjárhagslega. Í nóvember 2009 var hann svo kosinn forseti Bayern München.

Félög Hoeness

breyta
Félag Ár Leikir Mörk
Bayern München 1970-1978 239 86
1. FC Nürnberg 1978-1979 11 0

Stórmót

breyta
Keppni Staður Árangur
EM 1972 Belgía Meistari
HM 1974 Þýskaland Meistari
EM 1976 Júgóslavía Undanúrslit

Titlar sem leikmaður

breyta
Titill Fjöldi Ár
Þýskur meistari 3 1972, 1973, 1974
Bikarmeistari 1 1971
Evrópumeistari félagsliða 3 1974, 1975, 1976
Heimsbikarmeistari 1 1976
Evrópumeistari 1 1972
Heimsmeistari 1 1974

Titlar sem framkvæmdarstjóri

breyta
Titill Fjöldi Ár
Þýskur meistari 16 1980-2008
Bikarmeistari 9 1982, 1984, 1986, 1998, 2000, 2003, 2005, 2006, 2008
Deildarbikarmeistari 6 1997, 1998, 1999, 2000, 2004, 2007
Heimsbikarmeistari 1 2001
Evrópumeistari bikahafa 1 1996
Evrópumeistari (CL) 1 2001

Annað markvert

breyta
  • Uli Hoeness var einstaklega frár á fæti. Hann hljóp 100 metrana á 11 sekúndum sléttum.
  • 1982 lenti Hoeness í flugslysi í tveggja hreifla vél. Hann var eini maðurinn sem komst lífs af úr slysinu.
  • 2009 var Uli Hoeness tekinn upp í frægðarhöll íþróttamanna í Þýskalandi.
  • Uli Hoeness er kvæntur og á tvö börn.

Heimildir

breyta