Tvígild áhrifssögn
(Endurbeint frá Tveggja andlaga sögn)
Tvígild áhrifssögn[1] eða tveggja andlaga sögn[1] er hugtak í málfræði sem á við áhrifssögn sem tekur með sér frumlag og tvö andlög,[1] beint andlag og óbeint andlag. Beint andlag er ætíð í þolfalli en óbeint andlag í þágufalli.
Dæmi
breyta- Í íslensku
- Baldur gaf hundinum bein.[2] (þar sem „Baldur“ er frumlagið, „hundinum“ er fyrsta andlagið og „bein“ annað andlagið)
- Gestgjafinn bauð gestunum mat. (þar sem „gestgjafinn“ er frumlagið, „gestunum“ er fyrsta andlagið og „mat“ annað andlagið)
- Kennararnir reyndu að kenna nemendunum námsefnið. (þar sem „kennararnir“ er frumlagið, „nemendunum“ er fyrsta andlagið og „námsefnið“ annað andlagið)
- Í ensku
- Jane gave her sister a dollar. (þar sem „Jane“ er frumlagið, „sister“ er fyrsta andlagið og „dollar“ annað andlagið)
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 [1]
- ↑ „Málfræði í íslenskri orðabók: Hvernig og til hvers?“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 19. september 2021. Sótt 31. janúar 2010.
Tenglar
breyta- Málfræði í íslenskri orðabók: Hvernig og til hvers? Geymt 19 september 2021 í Wayback Machine