Trefill er flík sem er sveipað um hálsinn til að halda honum hlýjum, til tísku eða af trúarlegum ástæðum. Treflar eru til í mörgum litum. Á köldum svæðum eru treflar helst notaðir á veturna til hlýju, ásamt jakka og húfu, og eru oftast prjónaðir úr ull.

Kona með ullartrefil

Trefillinn á rætur sínar að rekja til Rómaveldis en þá voru þeir notaðir til af hreinlætisástæðum frekar en til hlýju. Rómverjar kölluðu trefilinn sudarium sem þýðir „svitaklæði“, og var hann notaður til að þurrka svitann af hálsinum og andlitinu þegar heitt var. Í upphafi settu karlar trefla um hálsinn eða festu þá við beltin sín. Fljótlega fóru konur að nota þá líka, en þeir voru úr vefnaði heldur en ull, pasmínu eða silki. Frá þessum tíma hafa treflar verið vinsælir hjá konum.

Um miðju 17. öld klæddu króatiskir hermenn sig í trefla. Herforingjarnir voru með silkistrefla en allir hinir hermennirnir voru með bómullartrefla. Á ensku var stundum átt við þessa karlkyns trefla sem „cravats“ (úr frönskunni cravate sem þýðir „Króati“) og voru þeir fyrirrennari nútímans bindi.

Á 19. öldinni varð trefillinn tískugripur hjá körlum og konum en vinsældir hans uxu jafnt og þétt þangað til miðrar 20. aldar.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.