Tjara
Tjara er svartur (eða svartbrúnn) slímkenndur vökvi, og svotil fljótandi við herbergishita. Tjara var upphaflega unnin með þurreimingu á viði, og var þá aðallega notuð fura og grenitré. Tjara er notuð m.a. til varnar gegn fúa, og voru skip, hús og brúarstólpar oft tjargaðir hér áður fyrr. Koltjara er unnin með þurreimingu úr kolum, en hrátjara, öðru nafni viðartjara, fæst með sama hætti úr trjávið.
Í riti einu stendur að koltjara hrindi frá sér vætu, því hún er ágæt á neðanjarðar steinveggi og á tré er hún einnig notuð, þótt á það sé oftast heppilegra að nota viðartjöru (hrátjöru).
Ef tjara er soðin til vissrar þykktar og herslu, þá kallast hún bik. Seigja tjöru er um það bil 100 miljarð sinnum meiri en vatns.