Olíuleirsteinn

(Endurbeint frá Tjörusandsteinn)

Olíuleirsteinn og olíusandur (e. Oil shale) eru fínkornað setberg sem inniheldur lífrænt efni í formi kerógens. Kerógen er vaxkennt og vetniskolefnaríkt efni sem er talið vera forveri jarðolíu. Hafi olíuleirsteinn eða olíusandur þessi lífrænum efnasamböndum í nægu magni er hægt er að framleiða fljótandi kolvetni, það er jarðefnaeldsneyti.

Mynd sem sýnir námugröft fyrirtækisins VKG eftir olíuleirsteinn í bænum Ojamaa í norðaustur Eistlandi.
Námugröftur olíuleirsteins í Eistlandi

Stundum er hægt er að brenna olíuleirstein eða olíusand beint. Einnig er hægt að framleiða óhefðbundna olíu úr brotum úr olíuleirsteini eða olíusandi með hitasundrun (e. pyrolysis), vetnun (e. hydrogenation) eða hitauppstreymi, þannig að olían seyti úr honum. Við hitasundrun er bergið eða sandurinn hitaður yfir 300 °C án súrefnis.

Ef mikið olíumagn er að finna í olíuleirstein (stundum nefnt leirflöguberg, bikflögusteinn, olíuflögusteinn, jarðbik eða tjörusandsteinn) getur verið hagkvæmt nýta hann. Það fer þó eftir hráolíuverði.

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta