Setberg er í setbergsfræði ein af þremur aðaltegundum bergs (ásamt storkubergi og myndbreyttu bergi).


Af undirtegundum setbergs má nefna krítarstein, kalkstein, sandstein og leirstein

Þegar storkuberg hefur veðrast og molnað í sundur berast hin uppleystu efni með fljótum til hafs. þar sest bergmylsnan fyrir sem möl, sandur og leir. Sandur og leir þjappast síðan saman með tíð og tíma og myndar fast berg sem nefnist setberg.