Olíusandur
Olíusandur, (e. Oil sands), einnig kallað tjörusandur og jarðbikssandur, er svæði þar sem unnið er að óhefðbundnum aðferðum í olíuvinnslu.
Um er að ræða náttúrulega blöndu af sandi, leir og vatni sem er gegnsýrt með þykku lagi af jarðolíu. Oft er þetta kallað jarðbik. Jarðbik fyrirfinnst víðsvegar á jörðinni en stærstu svæðin eru að finna í Kanada.[1]
Olíusandsbirgðir eru nýlega taldar með sem hluti af olíubirgðum heimsins, þar sem hækkandi markaðsverð og ný tækni hafa valdið því að úrvinnsla er nú orðin arðbær. Olía unnin úr olíusandi er kölluð óhefðbundin olía eða hrátt jarðbik til aðgreiningar frá hinum hefðbundnu olíubrunnum.[2]
Vinnsla
breytaOlía unnin úr olíusandi er nær eingöngu bundin við Kanada í dag, þó stór jarðbikssvæði er að finna í Kazakhstan, Rússlandi og Venesúela. Árið 2006 var unnið á 81 mismunandi olíusandssvæðum í Kanada og nam vinnslan um 44% af heildarolíuframleiðslu landsins. Áætlað er að það hlutfall hækki á komandi áratugum þar sem jarðbiksvinnslan mun aukast á sama tíma og hin hefðbundna vinnsla dregst saman.[3]
Til að sækja olíu úr jarðbikssandinum þá eru notuð aðferð sem þarfnast talsvert meira af vatni og orku heldur en sú sem notuð er í hefðbundinni olíuvinnslu og fylgir henni talsverð umhverfisáhrif bæði loftmengun auk jarðvegsraskanna.[4]
Umhverfisáhrif
breytaÁrið 2011 gaf olíuráð Bandaríkjanna (National Petroleum Council) út skýrslu þar sem fram koma ýmsar áhyggjur af olíuvinnslu á jarðbikssvæðum. Einkum er minnst á heilsu- og öryggisatriði hvað varðar hina miklu vatnsnotkun sem nauðsynleg er í vinnslunni. Bent er á að rennslið leiði til röskunnar á dýralíf og búsvæði, að aukin jarðvegseyðing eigi sér stað og að frárennslisefni t.d. þungmálmar, blandist við nálæg vatnskerfi.[5]
Ýmiss umhverfissamtök hafa gagnrýnt olíusandsvinnslu bæði vegna loftmengunnar sem hlýst þar af og samsöfnun af þungmálmum sem fyrirfinnast í sandinum.[6] Einnig hefur Evrópusambandið nýlega lýst yfir miklum áhyggjum af umhverfisáhrifum olíusandsvinnslu sem hefur leitt til ágreinings á milli ESB og Kanada.[7]
Sjá einnig
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Attanasi, Emil D.; Meyer, Richard F. (2010). Natural Bitumen and Extra-Heavy Oil. Survey of Energy Resources.
- ↑ http://www.nrcan.gc.ca/sites/www.nrcan.gc.ca/files/energy/pdf/eneene/pubpub/pdf/OS-brochure-eng.pdf
- ↑ National Energy Board of Canada. (2007). Canadian Energy Overview 2007.
- ↑ Campbell, Colin J.; Laherrére, Jean H. (1998) The End of Cheap Oil. Scientific American Inc. ©
- ↑ National Petroleum Council. (2011). Prudent Development: Realizing the Potential of North America‘s Abundant Natural Gas and Oil Resources.
- ↑ Greenpeace Canada. (2011). Stop the Tar sands to curb Canada‘s growing greenhouse gas emissions.
- ↑ Carrington, Damian. (2012). Canada threatens trade war with EU over tar sands. The Guardian (London)